Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 18
180 Jakob Kristinason: IÐUNN rómversku sagnaritarar, Suetonius og Tacitus, segja hin- ar örgustu sóðasögur af líferni hans þar. Var því Capri- dvöl hans illræmd mjög. En seinni tíma fræðimönnum, mörgum, þykir líklegra, að sögur þessar séu uppspunnar með öllu. Er og harla ólíklegt, að Tíberíus hafi, sjötugur að aldri, gefið sig á vald viðurstygðar ólifnaði, sem hann hafði verið laus við jafnan áður. Hitt er skiljanlegt að Capri var einstakt hæli fyrir mann eins og hann, sem lífið hafði á ýmsar lundir leikið hart, og gert bæði tor- trygginn og mannfælinn. Höll sú er Tíberíus bjó í, sfóð uppi á háum kletta- höfða, yzt á austurenda eyjarinnar. Þeim megin er að hafinu veit, er höfðinn þverhníptur í sjó fram, meira en þúsund fet á hæð. Var að eins um einn veg að ræða upp að höllinni og fyrir hann mátti girða, ef á lá. Betra vígi var varla unt að fá. Þarna sat Tíberíus, árum saman, eins og haukur á bergi. Hallarrústirnar eru enn þá kendar við nafn hans. Einn sunnudag í ljómandi veðri, fórum við að skoða þessar rústir. Bera þær vott um margar og stórfeng- legar byggingar, sem ekki hefir verið kastað hönduin til. Heilir húsveggir standa enn óskertir. Og til eru þar geisimikil herbergi, há undir loft, með lítt föllnum þökum. Þar eru enn til sýnis gullfalleg gólf úr marmaratíglum, hvífum og svörtum og risavaxnar, brotnar marmarasúlur. Okkur fanst mikið til um þessi kuml fornrar frægðar. En þó urðum við fegin að fara þaðan brott. Þessar auðu tótfir voru fullar af einhverju geigvæni, eins og hugsýki hins gæfusnauða keisara lægi enn yfir staðnum. En þetta eru ekki einu menjarnar frá dögum keisar- anna. Talið er víst, að margar aðrar hallar- og kastala- rústir, á tindum og töngum eyjarinnar, sé frá þeim tímum. Eftir að Capri gekk úr höndum rómverskra keisara

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.