Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 21
IÐUNN Frá Capri. 183 Flestir þeirra liggja, að nokkru undir sjó, og verður ekki komist í þá nema á bátum. Einn heitir Rauðhellir. Er hann allur rauður og ber því nafn með rentu. Kem- ur liturinn af rauðri skóf, sem grær á hellisveggjum og rjáfri. Grænhellir heitir annar og er gólf hans undir sjó. Fiskimenn á Capri hafa í munnmælum, að í fyrndinni hafi hver einn verið framarlega í hellinum, og hafi hann gosið allhátt upp úr sjó. Daufur brennisteinsþefur er enn þar inni og veggir og hellisþak gult af brennisteini. Þegar endurskin frá bláum sjónum varpast um gulan klettinn, virðist alt fagurgrænt. En langmesta undur eyjarinnar er hin fræga Grotta azzurra eða Ðláhellir. Að sögn eyjarskeggja er hann segull sá, er bezt dregur gesti að landi. Og víst er um það, að sumir eiga það eitt erinda til Capri, að skoða Bláhelli. Hellirinn er í klettakampi, fram við sjó, á norðan- verðri eynni. Er hellisgólfið í djúpu kafi. Mynni hellisins er svo þröngt að eigi verður inn komist, nema á smá- bátum í kvikulitlum sjó. En þegar inn kemur í hellinn er bæði vítt og hátt til veggja. Eru 400 fet til rjáfurs, þar sem hæst er. En dásamlegast er þó það, að alt inni er töfrandi fagurblátt. Svo þröngur er hellismunninn að mjög lítið ljós skín inn þaðan. En annað, miklu stærra op, er á hellinum, alt í kafi undir sjó. Ljósið, sem lýsir upp hellinn skín því, nálega alt, gegnum bláan sjóinn. Fyrir því verður birtan svo fögur. Við heimsóktum Bláhelli degi áður en við kvöddum Capri. Fanst okkur mikið til um dýrð hans, enda er sagt að hann eigi engan sinn líka, í víðri veröld.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.