Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 25
!DUNN Frá Capri. 187 þeim verður að eins viðkomið á aðalvegum og eru að mestu notaðir til þess, að aka ferðamönnum. En ef flytja þarf eitthvað um vonda vegi og bratta, eða vegleysur — þá kemur kvennþjóðin til sögu. Hún ber nálega alt, sem bera þarf, smátt og stórt, á höfðinu. Við dáðumst oft að lægni og burðarþoli þessara kvenna. Bak við Anacapri gnæfir Solaro-fjall við himinn. Það er snarbratt og klettótt. Götuslóði liggur upp á fjallið, og verður að ganga hann með gætni sumstaðar, til að missa ekki fótfestu. Við gengum upp þennan götuslóða, æði oft. Og varla brást það þá, að við mættum heybandslest- halarófu af konum með bagga af nýslegnu heyi á höfð- unum. Baggarnir voru býsna stórir, og ekki líklegt, að þeir hafi verið langt fyrir innan hundrað pund. Þær öfluðu heyjanna í dalverpi uppi á fjallinu og gáfu það kúm sínum, sem verða að hýrast inni, árið um kring, vegna bithagaleysis. A þessum flutningi gengur daglega, alt árið. Eru það einkum ungar konur, sem þetta verk vinna, og fór fjarri að þær væru armæddar á svipinn yfir því. Þær báru baggana hlæjandi og hjalandi, teinréttar, léttfættar og fótvissar eins og fjallageitur. Stundum voru þær berfættar, en venjulegast á tréskóm. Það var okkur fullkomin gáta hvernig þær gátu gengið á þessum tré- hlunkum, niður snarbrattan klettastiginn, með þessar rokna byrðar á höfðunum. Fyrir kom það, að þær hvíldu sig, þar sem klettastallur var við veginn eða hall mátulega hátt. En aldrei sást þeim fatast. Venjulega studdu þær baggana annari hendi. En spotta og spotta Iétu þær hann sitja stuðningslausan og stungu höndum í síðurnar. En við höfðum sumstaðar nóg með að fóta okkur laus og Iiðug.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.