Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 27
IÐUNN Frá Capri. 189 um við jafn hlýju og glaðlegu viðmóti og í Capri. Fyrstu dagana, sem við vorum í Anacapri, urðum við bæði hissa og glöð yfir því, að verða aftur og aftur fyrir al- úðarhveðjum manna, sem við höfðum aldrei fyr séð. Þeir hafa sama sið og áður tíðkaðist í íslenzkum sveitum: að heilsa öllum, á förnum vegi, hvort sem þeir þekkja þá eða ekki. Og fyrir ferðamenn í ókunnu landi er þetta mikilvægara en margur kann að halda. Alúð eyjarskeggja kom fram með ýmsum hætti. Þeir voru jafnan reiðubúnir að gera okkur greiða. Kvennfólk, sem kona mín kyntist, var að færa henni smágjafir. Og ef þeim var vikið einhverju, urðu þær glaðar eins og börn. Húsmóðir okkar hét Nanina Ferraro. Hún var gjöful eins og fleiri. Páskadagsmorguninn kom hún með stóra vínflösku. Við gleymum varla sorgarsvipnum, sem á hana kom, þegar hún komst að raun um, að við vildum ekki vín. Hún fór út hnuggin og niðurlút. En nokkru seinna kom hún aftur brosandi út undir eyru, með ofurlitla körfu, fulla af eggjum og hnetum. í Anacapri kyntumst við hollenzkri konu, að nafni Sara de Swart. Hafði hún dvalið þar árum saman, og bar eyjarskeggjum hið bezta söguna. Kvað hún þá vera barnslega í lund, skjóta til skapbrigða, en góðgjarna og greinda að eðlisfari. En gáfum þeirra væri lítill sómi sýndur. Skólar væri fáir og lélegir, og sumt af fólki hvorki læst né skrifandi. Eyjarskeggjar eru trúmenn miklir á katólska vísu. Er fjöldi af dýrlinga- og Maríulíkneskjum um eyna. Djúp trúarlotning er ekki sjaldgæf þar. Bænahöld eru mikil. Aðfaranótt Föstudagsins langa var kirkjan í Anacapri nærri full af fólki, sem lág þar á bæn alla nóttina. Lítið er um stjórnmálaæsingar í Capri. Láta flestir sig litlu varða hvort sá heitir Mussolini eða annað, sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.