Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 32

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 32
194 Einar Benediktsson: IÐUNN ætla að merkileg gögn kynnu að finnast í ltalíu frá suðurgöngum og fregnum, sem skráðar kunna að hafa verið í Róm, eða öðrum borgum þar syðra.1) Til alls þessa þarf fje og ætti alþingi síst að horfa í framlögur til þessa velferðar og tilverumáls þjóðar vorr- ar og ríkis. Menn gæti þess vel, að á örlögum Græn- Iands veltur heimsverndin um hlutleysi vort þegar allt kemur til alls. Margar drjúgar fjárfúlgur hafa hjer flotið til hinna og þessara miður þarfra ráðstafana, af almanna- sjóði, um undanfarin ár, sem hafa þó goldist orðalaust af þjóðinni. í svo örgerðum ráðstöfunum og veitingum ríkisfjár, til ýmra vafasamra fyrirtækja og styrkveitinga til einstakra manna, sem hafa hjer einatt haft góðan byr,. mundi mælast miður vel fyrir of mikilli sýting við rekst- ur þessa málefnis. Vrðu fjárframlög þó auðvitað að sam- þykkjast af alþingi, jöfnum höndum sem þeirra yrði kraf- ist samkvæmt rás viðburðanna og undirtektum almanna- álits hjer á landi, um rjettmæti og nauðsyn sóknar vorr- ar í málinu. Vjer eigum efalaust kost á vel hæfum mönnum, meðal vor, er gætu unnið þarflega að ransókn málsins. En tæpast verður búist við því, að slíkir menn, er hæfir væru til þessa, mundu standa til taks allt í einu og við- búnaðarlaust, þegar alþingi kynni að hafa veitt fje, eins og hjer hefur verið gjört ráð fyrir, til eins eða fleiri af þeim, sem fáanlegir og færir kynnu að finnast meðal fræðimanna vorra til þessa mikilvæga starfs. Svo virðist því sem sjálfsagt væri að Grænlandsnefndin væri sjer hið allra fyrsta úti um vilyrði í þessa átt frá einhverjum,. er þingið væntanlega gæti treyst, vegna þekkingar, hæfi» 1) Sbr. Lyschander, Gr. Chr. og „Þræfan nm Grænland" at- hs. bls. 7 c.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.