Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 33
IÐUNN Örlög Graenlendinga. 195 leika, starfsemdar og trúmennsku við þetta stórvægilega verkefni, sem þingið og stjórnin legði fyrir, þegar til kæmi. I þessu greinarkorni er þess að öðru leyti aðeins að geta, um horfur sigurs fyrir málstað vorn, að alþjóða- reglur gera ráð fyrir því að ríki sem vill ekki, eða hefur ekki aðstöðu til, að sækja sjálft fyrir þjóðadómi, getur falið öðru ríki að annast um skýringar og upplýsingar máls.1) Nú stendur svo algerlega sjerstakt á um ísland, að það, eitt allra ríkja, á ekki eigin erindreka, út á við, þegar til slíkra málefna kemur, sem hjer ræðir um. Af þessu leiðir að það er algerlega móðgunarlaust Dönum, þótt vjer fælum t. d. frændum vorum, Austmönnunum, að halda uppi málstað vorum þegar að því ræki og hef- ur verið tekið vel í þá tillögu í norskum blöðum. Allt í allt er Grænlandsmálið nú komið á þann veg, að það er ómótmælanleg skylda þings og þjóðar að hrinda því áleiðis, fram til úrskurðar hinna voldugu heimsþjóða, er hafa með höndum rekstur rjettlætis, sanngirni og mannúðar í þjóðalögum. Þessvegna virðist og kominn tími til þess að þjóð vor myndi sér aðgreind- ar skoðanir um þau meginatriði er Grænlandsdeilan snýst um. En eins og áður er sagt stendur þá næst íhugun vorri og rannsókn hver mundi álítast merking þjóðardauðans um þetta mál. Eins og alkunnugt er og viðurkennt, að því er kemur Islandi sjálfu við, ber að|líta á Gamla Sáttmála sem frjálsan samning. Þetta atriði kemur ef til vill ennþá skýrar og ótvíræðara fram vestra, vegna þess að samn- ingsgerðin tekur þar yfir lengri tíma, sem er og sjálf- sögð og auðskilin afleiðing hinna feiknamiklu fjarlægða 1) Sbr. „Tíminn" 1. ágúst þ. á. „Graenlandsdeilan".

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.