Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 34
196 Einar Benediktsson: IÐUNN í íslendingabyggðum á Grænlandi auk annara erfiðleika af náttúrunnar völdum. Og í því sambandi verður þá. einnig að hafa það hugfast, að goðorð Grænlendinga voru, á sama hátt sem í móðurlandinu, bundin við fylg- endur og liðsmenn höfðingjanna, en ekki við skipun sókna nje sveita. En af því hlutu aptur umleitanir um samþykki almennings við sáttmálann, að verða enn tor- sóttari, eptir landsháttum í hinni fornu nýlendu vorri. Svo rækilega hefur verið ritað um tildrög og afleið- ingar þessa samnings, að því er snertir stjórnskipulega og ríkisrjettarlega stöðu íslands, að hjer nægir að vísa til þess, um samningseð/i sáttmálans. Meginástæðan, grundvöllurinn undir stofnun hins æðsta framkvæmdar- valds í báðum löndum, er sá, að íslendingar vildu friða löndin og fá fast skipulag um erlend viðskipti. Hjer var alls ekki að ræða um neina vopnakúgun. Það var ekki rjettur hins sterkara er knúði þetta nýja fyrirkomulag fram. Þessvegna gat konungur ekki einhliða haldið samningnum fram, heldur tengdist gildi skuldbindingar- innar, af hálfu Islendinga, algerlega við uppfylling skil- yrða þeirra, er einvaldinn gekkst undir. Sorgarleikurinn mikli, sá sem háður var í báðum lönd- unum, eptir að einokunin hafði náð að brjóta niður mót- stöðuafl íslendinga, verður að því er Grænlandi kemur við, aðeins sjeður gegnum slæður þungra skugga. Það er fremur grunur en vissa, sem hinar ýmsu kenningar vísindamanna byggjast á í þessu efni. Ofriður við Skræl- ingja, árásir og hernám af erlendum þjóðum, kynblöndun við frumbyggjana, drepsóttir, hungursneyð og stranda- Bönn, í sameining við vanrækslu á hinum umsömdu kaup- siglingum til Grænlands, munu almennt teljast samstarf- andi orsakir, þótt ein eða önnur megi verða sett í fyrir- rúm eptir útlistun hinna eða þessara rithöfunda. Má og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.