Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 36
198 Einar Benediktsson: IÐUNN leg sönnun finst um það, að hið erlenda konungsvald var sjer meðvitandi siglingaskyldunnar eptir Gamla Sátt- mála. Samkvæmt dómi rjettlætis og sanngirni fellur því sök þessarar banvænu vanrækslu með öllum þunga á hinn erlenda aðila. Hann svelti og afvopnaði hetjulýðinn íslenska, er unnið hafði eitt merkasta frægðarverk heimssögunnar, með námi Grænlands og síðan með því að finna og stofna bólfestu í Vínlandi. Er enda gild ástæða til þess að ætla, að valdstjórnirnar hafi látið sjer, mjög snemma, liggja í ljettu rúmi fullnæging skyldunnar á þeirra hlið.1) Þannig gerir Arni biskup í Björgyni ráð fyrir þvt í brjefi til Þórðar biskups á Grænlandi að lát Eiríks konungs Magnússonar (1299) kunni að hafa verið ófrjett þangað vestur áratug síðar. Mætti og geta þess að skiptapar nokkrir urðu að vísu skömmu eptir að hið nýja fyrirkomulag stofnaðist, þar sem annálar segja frá að týnst hafi Grænlandsfar með 40 mönnum 1265, og enn annað skip frá Grænlandi árið eptir við Hítarnes, og ljetust þar 12 menn. Má vera að svo mikið tjón meðal örfárra skipa á svo skömmu tímabili hafa valdið óhug og lamað framtakssemi um samgöng- urnar, og verður jafnframt að geta þess, að eflaust hafa ófarirnar orðið miklu fleiri en sögur fara af í ritum eða annálum. Einnig má nefna eitt dæmi til skýringar. jóhannes páfi 21. skrifar erkibiskupi í Þrándheimi 1276 um innheimtu tíunda og gjörir ráð fyrir því að förin í þessu skyni til Grænlands að meðtöldu ferðalagi í Græn- landi og þaðan aptur mundi naumast nema öllu skemmra 1) Friörik II. býöur shipherra Kistiern Olborg „upp at sæchia þær hafner i Grænlandi sem at i morg ar hafa verið okvnar" — Þetta bendir tvímælalaust til eldri aflagðra siglinga (er samiö var um í gamla sáttmála) sbr. Gr. H. M. III, bls. 203.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.