Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 37
IÐUNN Orlög Orænlendinga. 199 en fimm árum.1) Að vísu var þá til þess ætlast að vitj- að yrði hverrar kirkju innan Austur- og Vesturbyggða og einnig áætlaðar tafir af hafísnum. Til þess að rjettlátlega verði dæmt um siðferðisábyrgð konunganna er ennfremur nauðsynlegt að líta á versl- unarástandið heima hjá þeim sjálfum. Einmitt um líkt leyti sem sáttmálinn gjörðist urðu þýsk Hansalög viður- kennd af Bretastjórn. Liibeck og Hamborg samein- uðust síðar og náði Liibeck svo stig af stigi önd- vegisstöðu meðal þýskra verslunarbæja. Með því að megintilgangur Hansasambandsins, einkum borganna við Eystrasalt, var að tryggja verslunarleiðir milli vesturs og austurs um þetta haf, komust Norðurlönd snemma í fjandskap við hið mikla kaupveldi. Og einna verst urðu þá Norðmenn farnir. Björgyn varð meginstöð Hansa- oksins og um miðja 14. öld er verslun Noregs við önnur lönd komin að mestu á hendur hins erlenda sambands. En þó hjelt Noregur uppi forboðum gegn verslun útlendinga við Grænland, sjerstaklega í því skyni að auðga fjárhirslu konunganna. Þeir áskilja sjer svo loks fullkomna einokun um verslun við Grænland (jafnt sem ísland) og voru kaupför og farmar frá íslandi, sem gerð voru þaðan utan, látin upptæk jöfnum hönd- um þegar til Noregs kom.2) Markvert er það og að einmitt nálægt sama tíma eru sagnir af 4 nafngreindum skipum sem komu út til íslands (1343)3). 1) Qrl. H. M. III, bls. 91. 2) Lögmannsann. og Flateyjarann. Isl. bls. 279 og 408. 3) Hjer virðist ekki ósennileg tilgáta, að nóg hafi þótt lil þess aö fullnægja skuldbindingum í Gmls. að 4 skip gengju til íslands en 2 til Grænlands samkvæmt breytingarákvæði því, er sáttmálinn heimilaði um skipatöluna, „eptir því sem konungi og bestu mönnum þótti henta".

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.