Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Síða 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Síða 44
206 Einar Benediktsson: IÐUNN jafnframt þann stórhug og framtakssemi, er einkenndi athafnir þeirra sem þegar höfðu byggt og lögskipað móðurlandið, þá er Vestfirðingar sóttu til Grænlands. Þessi miklu víðáttunám sýna svo berlega sem unnt er að íslendingar vildu helga sjer landið í heild. Er mjög aðgátsvert við þetta atriði það fyrirtæki grænlenskra klerka að gjöra rannsóknarferð til fjarlægustu staða norður á bóginn, til þess að fá vitneskju um aðsetur Skrælingja, og er ekki ósennilegt að þessi ráðstöfun hafi átt rót sína að rekja, í fyrstu, frá samfundum hinna 3 biskupa er komnir voru saman á alþingi 1262, og síðan ráðagerð meðal höfðingja á Islandi meðan Olaf- ur Grænlendingabiskup dvaldi hjer. Samkvæmt áður sögðu, virðist ekki ástæða til að efast um það, að samningar við konung um siglingar af Noregi, þeir er gjörðust hjer á alþingi 1262, hafi einnig tekið til Græn- lands; enda fer Olafur biskup ekki hjer af landi fyr en 1264. En á leið sinni til Grænlands frá Noregi 1271 er hann samskipa Halidóri presti af Grænlandi, sem skrifaði þá um norðurleitina til Arnalds hirðprests Magn- úsar Hákonarsonar.1) Hjer mætti vænta árangurs rann- sókna í þá átt, að ráð hinna þriggja biskupa á Islandi hafi leitt af sjer nokkrar málaumleitanir í Noregi, um eptirgrenslanir Skrælingjavistanna norður þar. Hefði þetta og verið mjög eðlilegt, þar sem æðsti höfðingi kirkjunnar í nýlendubyggðunum var ekki daglegur gestur í móðurlandinu, en ný stofnun þá einmitt orðin hjer um miðvald í mikilsverðu efni, þar sem voru kaupfarir milli landanna. Undir þögn skjallegra vitnisburða virðist óheim- ilt að geta sjer þess til að stjórnin hjer heima á ís- landi hafi látið sig litlu skipta um örlög nýlendunnar. 1) Grl. H. M. III, bls. 238—42.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.