Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 46
208 Einar Benediklsson: ÍDUNPÍ eptir Hauksbók segir og að »allir stórbændur í Græn- landi höfðu skip stór og skútur til að senda í Norður- setu«. Ennfremur segir á sama stað: »Grænlendingar hljóta jafnan siglingar að hafa norður að óbyggðinni á landsenda, þann norðara eður skagann, bæði til viðar og aflabragða; það heitir í Greipum og Króksfjarðar- heiði«. Drápa skáldsins er því að öllum líkindum kveðin um rannsóknarferð þá er klerkar Grænlands stofnuðu til. Alt þetfa virðist benda á samhengi milli hinnar stór- vægilegu breytingar á stjórnarástandinu, sem varð um líkt leyti — og hinnar nýju vakningar og vitundar um hve mikið var hlutverk íslenskrar þjóðar fyrir vestan, ekki einungis meðal Grænlendinga sjálfra, heldur einnig meðal æðstu stjórnaraðila móðurlandsins. Tæplega er það tilvilj- un ein, að brjef Halldórs prests, er skrifað til hirðprests Magnúsar Noregskonungs Hákonarsonar, á samleið með Ólafi biskupi. Atvikin virðast leiða til einnar ályktunar, að klerkavaldið á Grænlandi hafi hjer lotið boðum, eða hlýtt ráðum, hinnar æðstu valdstjórnar yfir báðum lönd- um, sem sje Noregskonungs og alþingis. Það leiðir ótvíræðlega af hlutarins eðli, að spurningin um ábyrgð hins erlenda samningsaðila er leyst, ef sýnt verður fram á brigðurnar um hinar áskildu skipagöngur. Orsakasambandið, keðjan af atburðum, sem leiddu til eyðingar þjóðflokksins, þarf ekki að öllu í heild að verða talin konungsvaldinu til sakar. Lögmálinu um ásökun og ábyrgð er hjer fullnægt, ef eitt einstakt atriði í rás hinna banvænu viðburða er um að kenna skyldubroti gegn þeim þegnum, er treysta heitorðum konungs. En þeir sem lögðu sjálfir árar í bát vegna þessa trausts og síðan fórust af skorti aðflutninga, hafa látið eftir sig arf, sem fjell til móðurlandsins, en ekki til samningarofans.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.