Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 49
IDUNN Orlög Grænlendinga. 211 lands, á því tímabili sem hjer er um að ræða. Ekkert einasta atvik, engin framkvæmd, ekki eitt orð eða fyrir- ætlun finnst skráð, nje gat verið skráð, í þá átt að hinn erlendi valdsaðili eignaði eða helgaði sjer landið á þessu tímabili. Sagan hefur sýnt fram á til fullnustu að kon- ungarnir komu á banaöld Islendinga fram sem vanmátl- ugir, gleymnir, hirðulausir, og jafnframt gjarnir til fjár- dráttar af verslun ef því varð komið við. En ríkisstaða Grænlands stóð óhögguð eftir. Þetta fágæta ástand um land, er hefur verið unnið og byggt að þjóðalögum, leiðir af því, að enginn siðmannaður landslýður stóð þar yfir moldum Islendinga, og jafnframt hafði heldur engin at- höfn verið framin af neinum erlendum aðila, sem miðaði að landnámi þar vestra. ]eg hef í annari ritgerð gefið örstutt yfirlit yfir siglingar þær til Grænlands eða áleiðis þangað, sem gjörðar voru eptir að sambandi var með öllu slitið milli Grænlendinga og Noregs. Læt jeg nægja tilvísun í þetta, til glöggvunar um þá meginsetning þessa máls, að engin námsframkvæmd varð á því tímabili. Sú niðurstaða er alveg óhagganleg. Með þjóðdauða Græn- lendinga fellur aldalangt hlje yfir landið og ekkert ber við sem geti talist stofna nýja ríkisstöðu fyrir landið. Það er með árinu 1721 að nýtt tímabil hefst yfir arf- leifð vora vestra. En frá þeim tíma, til þessa dags fara fram athafnir og ráðstafanir og stofnast fyrirskipanir og ákvæði yfir landinu, er verða að rekjast til róta og metast til gildis eptir meginlögum, reynslu og venjum al- þjóða. A rannsókn þeirri og niðurstöðu hennar velta úr- slitin um kröfurjett hins unga íslenska ríkis yfir nýlendu vorri hinni fornu. Óhjákvæmilegt virðist það vera eptir afstöðu málsins eins og hún er orðin nú, að reipdráttur muni vaxa mjög og bráðlega milli Norðmanna og Dana út af rannsókn-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.