Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 53
Þrjú kvæði. Baugurinn í Bláhömrum. (Þjóðsögn). Hjá Bláhömrum gekk hann á góðviðriskveldi í hverfandi skini af kveldsólareldi. í Bláhömrum álfarnir auðugu búa. Og meira þeir eiga en mennirnir trúa. Þar ljómandi gimsteinar liggja á sillum. Og gull skín á kveldin á klettanna hillum. — — — Hann leit upp í hamrana hryggur og snauður. Þá sá hann, hvar blikaði baugur svo rauður. A hendur sér leit hann og hýrnaði í bragði. I þrítugan hamarinn þegar hann lagði.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.