Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 55
IÐUNN Þrjú kvæði. 217 bræðir þela þankans hljóða, þegar allar lindir frjósa. Gotf er ungri ást að deyja, árin munu ei hana beygja. Endurgjalds hún ei mun krefja einlægustu gjafa sinna. Oft er spilt í löngu ljóði listaverki, stundaróði, svo að fegurð fyrstu stefja fölnar inni í skugga hinna. — — — Vorið beð þinn vökvar tárum, vakir sól á ystu bárum, greiðir hinsta geislalokkinn, grúfir sig að brjóstum hranna. — Moldin að þér mjúk skal hlúa, móðurlega um þig búa, rétta þér á rekkjustokkinn rós úr lundum minninganna. Spurnir. Hví er leiðin svo örðug og löng til hins sanna, þótt liggi það rétt við veginn? Hví er um anda og athafnir manna álagahringur dreginn? Hví er fegursta gullið í fólgnum sjóði, og forboðna eplið sætast? Hví er hugsunin vængstýfð í orði og óði, og óskin, við það að rætast? Magnús Asgeirsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.