Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 56
IDUNN AndahY2öjan °S trúarbrögðin. Eftir Sir Oliver Lodge. [Grein þessi er upphaflega rifuð fyrir enska tímaritið The Gu- ardian, sem er eitt af elztu og helztu málgögnum ensku þjóðkirkj- unnar. Sá ritstjóri, sem nefndur er í greininni, er ritstjóri þess tímarits. En auk þess birtist greinin í ameríska tímaritinu Forum og upp úr því var hún tekin í mánaðarrit (Journal) Ameriska Sálarrannsóknafélagsins. Eftir því riti þýddi ég hana. Nú er grein- in auk þess prentuð í ný-útkominni bók á Englandi, sem heitir Live after Death according to Christianitv and Spiritualism (þ. e. Lífið eftir dauðann samkvæmt kenningum kristindómsins og andahyggjunnar). Eru átta ritgerðir í bókinni: 3 frá sjónarmiði kristindómsins, 3 frá sjónarmiði andahyggjunnar og 2 um samband kristindóms og andahyggju. Af þessum átta höfundum eru fimm alsannfærðir andahyggjumenn. Að bók þessari skrifar Lundúnabiskupinn sjálfur inngang, til þess að gefa bókinni meðmæli. Hann er ekki sjálfur fylgjandi spíritismanum, en svona er hann frjálslyndur og umburðarlyndur. Telur hann andahyggjumennina samherja sína, af því að þeir vinni að því að brjóta niður efnishyggjuna, en hún hafi „nær því verið búin að kæfa alt trúarlíf með síðustu kynslóð". Þýð-l Trúarbrögð er óákveðið og yfirgripsmikið hugtak; á því eru að minsta kosti tvær hliðar. Onnur er siðferði- leg og veit að breytni manna; hin veit að kenningunni og varðar trúna; þá hliðina er réttast að nefna guðfræði. Báðar grípa þær hvor inn í aðra; því að breytnin er eðlileg afleiðing trúarinnar, og með breytninni sýnir trú- in, hve raunveruleg hún er. Ef til vill má líta svo á, að orðið spíritismi (andahyggja) sé enn óákveðnara hugtak, þar sem það táknar fyrst og fremst heimspekikerfi, sem gagnstætt er materialismanum (efnishyggjunni). En á því

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.