Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Síða 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Síða 63
ÍÐUNN Andahyggjan og trúarbrögðin. 225 hætti, þegar líkaminn deyr og heilastarfsemin slokknar, maðurinn slokkni út, að hann sé í raun og sannleika jarðaður og að efnisagnir hans hverfi smám saman aftur til þess ástands, að aðrar myndir lífsins fái notað þær. Þar sem svo er litið á málið, getur aðeins verið að tala um líf eftir dauðann jafnvel fyrir mikilmennin í þeirri merking, að ódauðleg verk þeirra lifi og endurminningin um þá hjá vinum þeirra og lærisveinum. Næst er sú skoðunin, sem kenna má við Kalvin eða þá Mótmælendur, er lengst fara. Þeir halda því fram, að dauðinn sé alls ekki endirinn, að til sé komanda líf, sem hefjist einhvern tíma í framtíðinni, þótt úr því sé skorið þegar á dauðastundinni, hver örlög einstaklingsins muni verða í þeirri komandi tilveru; að frekara samband við hann sé bannað, enda sé það óhugsanlegt; og sumir eru þeirrar skoðunar, að eigi komi það honum að neinu liði, að beðið sé fyrir honum, þar sem ástand hans sé fast orðið og óumbreytanlegt um alla eilífð. Þriðja skoðunin er þessari gagnstæð; hún gefur meiri vonir og frambýður hjálp, en aðeins um viðurkenda far- vegi kirkjunnar, aðeins fyrir starfsemi kirkjunnar, aðeins fyrir milligöngu heilagra manna hennar, postula hennar og helgiathafnir hennar. En hér er ekki staður til svo mikils sem að drepa á hinar margvíslegu skoðanir, er trúaðir menn hafa haft eða hafa á því, er tekur við eftir dauðann. Eg segi aðeins frá því, sem sumir, að minsta kosti leikmenn, halda fram, til þess að sýna and- stöðu þess við þá skoðun, er spíritistar halda fram og hyggja sig byggja á góðum rökum. Eg hefi þegar tekið fram, að niðurstaða sálarrannsókn- anna sé sú, að hafa sannað þetta tvent: að menn lifi eftir dauðann og að þeir geti komist í samband við oss. Vafalaust er það erfiðleikum bundið og háð skilyrðum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.