Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 64
226 Sir Oliver Lodge: IÐUNN en samt er það sannarlegt samband, raunverulegt sam- tal. Og þetta samband er grundvöllurinn, sem spíritist- arnir byggja á trú sína og atferli í trúarefnum, hvort sem sambandið er vísindalega sannað eða ekki. Engan veginn eru allir sálarrannsóknamenn spíritistar; sumir hafa talið sér fært að halda áfram að vera efnishyggju- menn, einkum á meginlandinu; þó virðist mér sennilegt, að þeir fái ekki haldið sér við þá skoðun, nema um stund. En hvað sem því líður, eru þeir ekki í neinum vafa um staðreyndirnar. Við þær kannast þeir fyllilega. Það er skýring staðreyndanna, sem þá greinir á um. En þeir sem sig nefna spíritista, og ekki eru heldur í nein- um efa um, að hinar yfirvenjulegu staðreyndir séu sann- aðar, telja meðal þeirra staðreynda, sem óumflýjanlega ályktun af mikilli reynslu, að unt sé að komast í sam- band við framliðna menn. Þeir hyggja, að þeir geti eigi aðeins sannað það með smávægilegum skeytum, sem snerta heimilis- og fjölskyldulífið, að ástvinir þeirra lifi út yfir dauðann, heldur geti þeir með frekari viðræðu öðlast nokkura þekking á tilveruskilyrðunum hinumegin við tjaldið. ]á, sumir þeirra eru svo gagnteknir af fegurð trúar sinnar, hinu hækkaða lífsgildi, sem hún veitir, þeim létti, sem hún veitir í sorginni, þeirri huggun, sem hún býður saknandi hjörtum, og þeir eru yfirleitt svo fullir af þeim fögnuði og trausti, sem hún breiðir yfir tilver- una, að þeir þrá að mega njóta þeirra forréttinda að gerast postular, ekki nýrra, heldur að þeirra skoðun endurvakinna fagnaðartíðinda, og þeir reyna með eld- móði að veita öllu mannkyninu hlutdeild í sannfæring sinni. Fyrir því má orða trú spíritistanna á þessa leið: Dauðinn er svo fjarri því að vera endir, að hann slítur ekki einu sinni samhengi lífsins; hann er innskotsþáttur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.