Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 75
IÐUNN Oscar Wilde. 237 hafði látið hæðni sína bitna á. Hann hafði lifað og rit- að í trássi við lög og venjur mannfélagsins. Því var það auðvirðilegt og ófyrirgefanlegt að leita þangað verndar. Úr þeirri átt hafði hann einskis góðs að vænta. »Vissulega féll aldrei nokkur maður á svo ógöfugan hátt og á svo ógöfugum brögðum sem ég«. í tvö ár sat Wilde í fangelsinu í Reading, rétt utan við Lundúnaborg. Þar orti hann »Kviðan frá Reading fangelsi*, er svo fræg er orðin. Þar reit hann einnig »Úr djúpunum* (De Profundis), er fyrst var gefin út að honum látnum. Wilde kom út úr fangelsinu sem merktur maður — tortrygginn, mannfælinn, beygður á líkama og sál. Hann flæmdist úr landi, fór huldu höfði, stundum undir dul- nefnum. í París dvaldi hann síðustu árin. Hann reyndi á allan hátt að draga hulu gleymskunnar yfir nafn sitt og fortíð sína. Einmana og vinum horfinn, félaus og hamingjulaus endaði hann æfi sína í París árið 1900, að eins hálf-fimtugur að aldri. Svo grályndur er leikur nornanna á stundum. Fáir hafa orðið að kenna á dutlungum þeirra jafn-alvarlega og Oscar Wilde. Tignaður og lofsunginn hafði hann um hríð siglt beggja skauta byr, hafinn til skýjanna af þeim, er mikils mega sín hér í heimi. Fyrirlitinn, gleymdur og öllum bjargráðum sviftur, er mest þurfti á að halda. — Hann hafði sjálfur einangrað sig og útilokað frá siðuðu mannfélagi, munu oddborgararnir segja. Látum svo vera. Því tók hann og sína hegningu. En voru ekki afrek anda hans í sínu gildi — þrátt fyrir alt? Fyrir hvað hafði honum verið hossað? Hvers vegna hafði verið brent reykelsi? Var þá alt þetta hjóm og hismi og einskis vert? Lofið og reykelsið vafalaust — afrekin varla.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.