Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 77
JÐUNN Oscar Wilde. 239 stórláta kona, sem átti þor til að ganga í berhögg við almenningsálitið og lét reisa veglegan bautastein á gröf Oscars Wilde. Því fer fjarri, að greinarkorn þetta geri kröfu til þess, að vera fullnægjandi lýsing á manninum eða verkum hans. Tilefni þess er ofannefnd þýðing, sem Iðunni hefir verið send, — hin fyrsta íslenska þýðing eftir þenna höfund, að því er mér er kunnugt. Þótti þá hlýða að vekja athygli á höfundinum og örlögum hans, þótt af vanefnum yrði gert. Mun og ekkert hafa verið um hann ritað áður á íslensku. Vera má að ekki verði sagt um þessa bók, að hún sé skemtilestur á »reyfara« vísu. Þeim, er kunna að taka þá grein bókmentanna fram yfir allar aðrar, vil eg ekki ráða til að byrja á henni. Hún er, eins og áður er sagt, skrifuð í fangelsi. Hún er rödd úr djúpunum, óp úr myrkrunum. Samt sem áður eru líklega ekki til margar bækur, sem taka hugann fastari tökum en þessi. Það er undarlegt seiðmagn í þessari bók, sem gerir lesturinn að unaði. Ritsnild skáldsins og andagift afneitar sér ekki. Hér logar eldur í hverri línu, eldur sem lýsir og vermir. Ef til vill hefir Wilde í sumum ritum sínum öðrum náð hærri og hvellari tónum, en hvergi dýpri eða innilegri en í þessari bók, sem varð hin síðasta, er hann reit. Og hvergi fæst dýpri innsýn í sál hans en í þessu játningariti. Hér talar maður, sem er hrifinn út úr glaumi og æðisgangi heimslífsins. Hann staldrar við. Honum gefst tóm til að líta aftur á farna braut. Nú brýtur hann verð- mætin til mergjar og gerir upp reikning sinn við lífið. Hann hefir farið villur vegar, eins og svo margir aðrir,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.