Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 82
244 Á. H.: Oscar Wilde. IÐUNN sem sendir ferskt regn sitt jafnt yfir réttláta og rang- láta, mun hafa sprungur í klettunum, þar sem ég get falist, og leynda dali, þar sem ég get grátið í þögninni óáreittur. Hún mun prýða nóttina með stjörnum, svo að ég geti farið leiðar minnar í dimmunni án þess að hrasa, og senda vindinn yfir slóð mína, svo að enginn geti rakið feril minn mér til meins. Hún mun lauga mig í stórum vötnum og lækna mig með beizkum grösum*. Við vitum að stóru draumarnir rættust aldrei. Af upp- reisninni varð ekki neitt, á meðan Wilde lifði. Háðglott hugleysisins reyndist honum ofjarl. Það er eitt þeirra máttarvalda, er jafnvel guðirnir berjast við án árangurs. En kannske fann hann að lokum friðinn í faðmi náttúr- unnar og lækningu sjúkri sál sinni, enda þótt hann hefði tekið þann kost að fela sig í miðri mauraþúfu stórborg- arinnar. Hver veit? A. H.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.