Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 8
2
Á Alþingi 1631.
IÐUNN
þeirra höfðu aldrei horfið svo djúpt niður í æðardúns
sæng. Tjöldin stóðu tóm; en víðáttumikið landslagið,
gjárnar og mosadældirnar höfðu gleypt hálfan þingheim.
Þeir, sem lengst áttu að, höfðu lagt upp fyrir þrettán
dögum. Þrettán dagar fram og þrettán dagar aftur —
nei, þó að alþingisreið væri sumum bezta skemtun árs-
ins, og enn fleirum bezta skemtun lífsins, gerðu fæstir
það að gamni sínu að eyða síðasta mánuði fyrir slátt í
alþingisreið. En í þetta sinn mundi Alþingi nú samt
verða ógleymanlegt öllum sínum gestum. Hér átti að
kjósa í einu bæði lögmann og biskup. Suðurland var á
einum vetri orðið forustulaust, bæði í andlegum og ver-
aldlegum málum.
Þeir höfðu báðir dáið, með sex vikna millibili, um
miðjan vetur. Landið var hér pkki að eins snögglega
svift tveim sinna æðstu embættismanna. Það var svift í
einu herra Gísla Hákonarsyni lögmanni í Bræðratungu
og herra Oddi Einarssyni biskupi í Skálholti. Hverir
áttu nú að koma í þeirra stað? Hvar átti nú að finna
svo háttlaginn og ástsælan lögmann sem herra Gísla —
mann, sem hafði jafnvel verið trúað fyrir um skeið að
fara hér með dönsk yfirráð án þess að missa við það
snefil af trausti landsmanna? Hvar átti að finna svo
einarðan biskup sem herra Odd — sem menn höfðu
fyrirgefið frændríki og hlutdrægni og aurasæld, af því
að hann þorði að bjóða útlendum hirðstjórum byrginn?
Og ef þessu landi hafði nokkru sinni verið nauðsyn
á vitrum og einbeittum leiðtogum, var því það nú. Tæp
fjögur ár voru liðin síðan þeir aumu blóðhundar, sem
hingað voru inn sendir af Tyrkjans valdi, höfðu rænt
nær þrjú hundruð manns, flestum úr Vestmannaeyjum,
og haft með sér til þrælkunar suður í Alzír. Þúsundir
manna áttu enn um sárt að binda eftir þann atburð.