Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 12
6 Á Alþingi 1631. IÐUNN Hugur manna um Iögmannsefni hvarflaði undir eins til elzta sonar hins látna lögmanns, Vigfúsar Gíslasonar í Bræðratungu. Hann var bráðgáfaður maður og vel lærður og hafði lokið námi sínu fyrir þrem árum við háskólana í Leiden og Kaupmannahöfn. Síðustu árin hafði hann verið skólameistari, fyrst á Hólum og nú í Skálholti. En mest stóð hugur hans lil laga, það vissu allir. Og fastúðugur var hann og einbeittur. En — hann var of ungur, að eins 23 ára gamall. Menn þorðu ekki að fá óreyndum manni í hendur svo ábyrgðarmikil völd. Auk þess var það forn og eðlileg venja, að kjósa lög- mann úr hóp sýslumanna. Þá stétt prýddu nú öðrum framar tveir menn, sem ekki var unt að gera upp á milli að mannkostum til slíkrar stöðu: Þorleifur Magn- ússon á Hlíðarenda — bærinn var enn höfðingjasetur eins og í Gunnars tíð — og Þorsteinn Magnússon í Þykkvabæ — gamla Agústína-klaustrinu, sem nú var lén. Þeir voru hvor um sig stórmerkir menn, en merk- astir voru þeir þó ef til vill í afstöðu sinni hvor við öðrum. Þorleifur var tíu árum eldri, og þessi aldurs- munur mátti heita hið eina, sem skildi þá. Þeir voru báðir jafn ættgöfgir — ættfaðir beggja var Loftur ríki, riddari á Möðruvöllum — báðir jafn auðugir, báðir jafn lögfróðir, höfðu báðir lokið námi sínu í Amsterdam, voru báðir jafn vinsælir, vitrir, stiltir. Og allan þennan jöfnuð kórónaði æfilöng vinátta. Þorleifur á Hlíðarenda hafði lýst yfir því skömmu fyrir þing, að íslendingar yrði að krefjast þess af kon- ungi, að hann gerði ráðstafanir til þess, að slík grimdar- verk sem Tyrkjaránið bæri ekki aftur að höndum — ef hann vildi halda landinu undir krónunni. Það voru djörf orð, nær því hótun, og gott að heyra, að hinn gamli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.