Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 12
6
Á Alþingi 1631.
IÐUNN
Hugur manna um Iögmannsefni hvarflaði undir eins
til elzta sonar hins látna lögmanns, Vigfúsar Gíslasonar
í Bræðratungu. Hann var bráðgáfaður maður og vel
lærður og hafði lokið námi sínu fyrir þrem árum við
háskólana í Leiden og Kaupmannahöfn. Síðustu árin
hafði hann verið skólameistari, fyrst á Hólum og nú í
Skálholti. En mest stóð hugur hans lil laga, það vissu
allir. Og fastúðugur var hann og einbeittur. En — hann
var of ungur, að eins 23 ára gamall. Menn þorðu ekki
að fá óreyndum manni í hendur svo ábyrgðarmikil völd.
Auk þess var það forn og eðlileg venja, að kjósa lög-
mann úr hóp sýslumanna. Þá stétt prýddu nú öðrum
framar tveir menn, sem ekki var unt að gera upp á
milli að mannkostum til slíkrar stöðu: Þorleifur Magn-
ússon á Hlíðarenda — bærinn var enn höfðingjasetur
eins og í Gunnars tíð — og Þorsteinn Magnússon í
Þykkvabæ — gamla Agústína-klaustrinu, sem nú var
lén. Þeir voru hvor um sig stórmerkir menn, en merk-
astir voru þeir þó ef til vill í afstöðu sinni hvor við
öðrum. Þorleifur var tíu árum eldri, og þessi aldurs-
munur mátti heita hið eina, sem skildi þá. Þeir voru
báðir jafn ættgöfgir — ættfaðir beggja var Loftur ríki,
riddari á Möðruvöllum — báðir jafn auðugir, báðir jafn
lögfróðir, höfðu báðir lokið námi sínu í Amsterdam, voru
báðir jafn vinsælir, vitrir, stiltir. Og allan þennan jöfnuð
kórónaði æfilöng vinátta.
Þorleifur á Hlíðarenda hafði lýst yfir því skömmu
fyrir þing, að íslendingar yrði að krefjast þess af kon-
ungi, að hann gerði ráðstafanir til þess, að slík grimdar-
verk sem Tyrkjaránið bæri ekki aftur að höndum — ef
hann vildi halda landinu undir krónunni. Það voru djörf
orð, nær því hótun, og gott að heyra, að hinn gamli