Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 13
IÐUNN
Á Alþingi 1631.
7
höfðingi var ósmeykur enn — með sextíu og fimm ár
að baki.
í annan stað hafði Þorsteinn Magnússon verið einn
hinna kjörnu fulltrúa landsins við síðustu kaupsetning í
Kaupmannahöfn, og drengileg afskifti hans af þeim mál-
um voru öllum kunn. Gegnt kaupmönnum mátti treysta
honum öllum öðrum framar, og hann var enn maður í
fullu fjöri, þótt orðinn væri hálfsextugur.
En á síðustu stundu skaut upp þriðja lögmannsefninu,
sýslumanni líka: Árna Oddssyni, elzta biskupssyninum
frá Skálholti. Vinir hins nýlátna biskups höfðu orðið til
að styðja hann til framboðs. Hann naut að þessu ein-
göngu foreldra sinna, því að sjálfur var hann ekki vin-
sæll maður. Hann var ekki enn af fertugs aldri. Eftir
skólavist sína í Skálholti hafði hann lokið námi sínu á
þrem árum við háskólann í Kaupmannahöfn, gerst síðan
skólameistari heima, þar eftir ráðsmaður stólsins um
nokkur ár og síðan haft sýsluvöld nú um langan tíma.
Hann hafði ekkert lag á að hæna að sér menn, því
hann var geðstór, fáskiftinn, og framar öllu: þrár. Hann
var jafnvel ekki sagður laus við dramblæti.
Það var enginn vafi á því, að fæstar heitar óskir
fylgdu Árna Oddssyni þeirra þriggja, sem nú voru í lög-
mannskjöri á Alþingi. En meira en óskað gat enginn
úr þessu. Nú biðu menn þess eins, fullir óþreyju, að
heyra hljóm hinnar brostnu dómklukku, og fálu hin
mikilvægu úrslit forsjá eilífs Guðs og hins vígða tenings.
2.
Því nær sem leið þingsetning, tóku fleiri og fleiri
hópar að safnast að — ekki kringum lögréttuna, heldur
að kirkjunni.
Inni í Þingvalla kirkju var kjarninn úr kennidómi