Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 17
IÐUNN Á Alþingi 1631. 11 og hinn biskup, þá regérar sú ætt hálfu landinu, og þá verður hér ekki vært. Brynjólfi var fullur grunur á, að vini sínum væri enn annara um lögmannskjörið, og gat huggað hann með góðri samvizku. Hann svaraði seiniega: — Báðir verða þeir naumast kosnir. Það eru allar líkur til, að kennidómurinn geri síra Gísla að biskupi, en þrefalt minni líkur til, að hlutfallið komi yfir Árna. — Þar stendur maður þó ráðalaus, andmælti Vigfús óðara. Því mági mínum má auðnast að convertera prest- anna samvizku, en engan meina eg þann fyrir mold ofan, sem einn tening kann að persvadera til að leggj- ast á réttan flöt, ef hann á annað borð er lagztur á rangan. Brynjólfur hló, reis á fætur og hló. Vigfús stóð við hlið hans og brosti. Á því augnabliki virtust báðir jafn ungir. Þeir settust ekki aftur, heldur stefndu í áttina til kirkjunnar. Inni í Þingvallakirkju stóð herra Þorlákur enn í miðj- um kór og talaði máli Brynjólfs Sveinssonar með afli og rögg. En í einu vetfangi þagnaði hann. Eitthvert ískrandi hljóð bar um kirkjuna, sem enginn áttaði sig á strax. Það var hljómur sprunginnar klukku. Dómklukku Alþingis var hringt. Þá reis upp einn af próföstunum, tígulegur öldungur, alhvítur fyrir hærum. Það var officialis Skálholtsstiftis, síra Oddur Stefánsson í Gaulverjabæ. Hann sneri sér með mikilli lotning að herra Þorláki, menn heyrðu ekki fyrir klukkunni hvað hann sagði, en biskup gekk að vörmu spori inn í skrúðhúsið. Þar næst hóf hinn aldraði prófastur upp rödd sína. — Þeir, sem vilja kjósa heiðarlegan vellærðan kenni- mann síra Gísla Oddsson til superintendents þessa stiftis,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.