Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 18
12
Á Alþingi 1631.
ÍÐUNN
beiðist ég gangi í bekkjaröðina til hægri frá kórnum.
Þeir, sem vilja kjósa heiðarlegan vellærðan ungan mann
Brynjólf Sveinsson, gangi til vinstri ...
3.
Það var eins og alþingisklukkan hefði vakið upp
fallinn her.
Það var ótrúlegt að hugsa sér, að öll þessi æðandi,
hrópandi, hvínandi mannmergð, sem dreif nú saman í
einn hnapp upp að lögréttunni, hefði fyrir nokkrum
augnablikum verið spaklátir smáhópar, sem lágu tvístr-
aðir og sumpart huldir sjónum víðs vegar í grendinni.
Allir vildu verða fyrstir, og samkvæmt órjúfanlegu og
órannsakanlegu lögmáli stóðu konurnar sig bezt, hér
sem endranær. Það er hugsanlegt, að fegurð ungu jóm-
frúnna og búningur hinna eldri kvenna — stóreflis
mjaðmaþófar, sem báru af þeim alt hnjask — hafi verið
dömunum ómetanlegt vopn. En alt um það — málið fer
óafgreitt frá þessu þingi.
Lögréttan, sem nú var orðin öllu fremur dómstóll en
löggjafarþing, stóð neðst í hallanum á austurbarmi Al-
mannagjár. Hún var stór ílangur ferhyrningur undir beru
lofti, afmarkaður að eins með fjórum steinstöplum, hvor-
um í sínu horni. Fyrir innan var minni ferhyrningur,
afmarkaður með mörgum stöngum og fitjað á milli með
snúrum. Þessar snúrur nefndust frá fornu fari vébönd.
Innan þeirra, fyrir miðri austurhlið, átti höfuðsmaður
landsins sæti — danskur aðalsmaður jafnan nú orðið —
ef hann kom til landsins, annars fógetinn, umboðsmaður
hans. Og næstir honum, hvor til sinnar handar, lög-
mennirnir báðir; út frá þeim aftur 36 lögréttumenn í
hring. Aðrir lögréttumenn, auk sýslumanna, áttu sæti
utan vébanda. Lögréttan sneri frá suðri til norðurs, og