Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 19
ÍÐUNN
Á Alþingi 1631.
13
sæti hvers manns innan vébanda svaraði að átt til þess
landshluta, sem hann var kjörinn fyrir. Ahorfendur skip-
uðu sér í atlíðandann, beint á móti sæti lögmanna, og
sáu þannig yfir alla lögrettu.
Alþingisklukkan þagnaði.
Og skömmu á eftir var hringt til hljóðs: þrjú slög.
Til hægri handar við fógeta, danskan verzlunarmann,
sat aldraður maður, með háan nýstinnaðan rúkraga og
fallegar, mjög gagnskornar ermar. Það var lögmaðurinn
norðan og vestan, herra Halldór Olafsson. A borðinu
fyrir framan hann lá stór krossbundinn skjalabúlki,
biblían opin og lögbókin lokuð. Fyrir framan borðið
stóð á háum koparfæti hið svonefnda teningsspjald —
áhaldið, sem haft var til lögmannskosninga.
Lögmaður stóð upp og hóf hina gömlu fyrirskipuðu
forsögn að þingsetning og bað þar næst alla nýja valds-
menn og lögrétlumenn að vinna eiða sína áður þeir
gengi í lögréttu.
Þegar öllum þessum formsiðum var lokið og lögréttan
hafði tilnefnt tvö kjörvitni, sem stóðu nú þegar hvor sínu
megin við teningsspjaldið, mátti heyra veikt fjarlægt lóu-
kvak gegnum aldauða kyrð.
Teningsspjaldið var kringlótt skífa, er skift var í þrjá
reiti, sem afmarkaðir voru með örlágum trébrúnum. I
hverjum reit stóð eitt nafn hinna þriggja framboðsmanna.
Hvassa hornið í þessum þríhyrningum vissi inn að mið-
deplinum, litlum hvössum silfurhnúð. Uppi yfir hékk stórt
sívalt hylki úr leðri, teningshúsið, vítt að ofan, örmjótt
að neðan, með neðra opið beint yfir silfurhnúðnum, þar
sem teningurinn lenti fyrst, þegar honum var slept, og
af hnúðnum í einhvern reitinn.
Herra Halldór lauk upp teningshúsinu og losaði úr