Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 27
ÍÐUNN
Á Alþingi 1631.
21
óviðráðanlegri fróðleikslöngun, því síður af nokkurri
fyrirhyggju. Hann vissi eUUert hvað við tæUi. Vissi ekki
einu sinni hvaða úrræði hann hefði til að sjá sér far-
borða heilan vetur í Kaupmannahöfn — lengra fram
hugsaði hann ekki. Hann vissi það eitt, að hann mundi
fara, af því að engar tálmanir gæti stöðvað svo öfluga
löngun til að Uomast burt. Hann vildi eUUi vera hér,
gat það ekki, það var nóg.
5.
Hann hafði ekki gengið nema nokkur skref, þegar
hann sá að þingstaðurinn var auður. Miðdegishlé. Hann
flýtti sér heim að tjaldi Vigfúsar Gíslasonar, hann var
gestur hans hér á Alþingi.
Hákon Gíslason, bróðir Vigfúsar, 18 ára gamall ung-
lingur, stóð úti og þaut til Brynjólfs jafn skjótt og hann
sá hann:
— Ég átti að bíða hér eftir þér, það var sent eftir
Fúsa til að vera við samninguna á svari Alþingis til
Uóngsins, þeir sitja allir uppi í Almannagjá, við flýttum
okkur að borða, hann bað þig að hitta sig á eftir, það
stendur franskt brennivín á borðinu.
Aður en hugsanlegt var að Uoma upp orði, var Há-
Uon kominn góðan spöl upp að Almannagjá.
Inni í tjaldinu stóð dúkað borð, fult af vistum; Bryn-
jólfur settist á tjaldstól fyrir framan hreinan tindisk, sem
stór glerflaska stóð við hliðina á, meira en hálf. FransUt
brennivín á Islandi, hvaðan í ósköpunum var það komið!
Hann signdi sig, helti tóman silfurbikarinn, sem stóð á
borðinu, fullan, og tæmdi staupið. ]á, þetta var heil-
næmt og ekki falsað, og sveið og brendi á réttum stað:
í maganum, en ekki í hálsinum.
— Guð blessi yður máltíðina, sagði gamall maður,