Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 29
IÐUNN Á Alþingi 1631. 23 sem beztan þátt í ánægju gamla mannsins, — það er franskt brennivín. — Og þér ekki heldur! Margt heyrir maður, og munuð þér þó ýmislegt hafa bragðað, svona hálærður maður. Það var líklegt, að það væri ekki frá þeim dönsku. Aumt er útlátið þeirra á ölinu, síðan þeir tóku upp siglinguna hér um aldamótin. Það er varla að maður fái nú deigan dropa, sem kallandi er mjöður, og má þó þakka fyrir, ef gutlið kemur til landsins. I fyrra létu þeir það nú spyrjast um sig, öldungarnir, að koma það seint með duggurnar, að Alþingi var öllaust. Nei, sá bezti drykkur, sem komið hefur inn fyrir mínar varir, hann fekk ég hjá höfðingsmatrónunni Helgu minni í Skálholti — hreint sá bezti drykkur. Hún kom sjálf með hann yfir að Spóastöðum, þegar ég lá í andlits- kalinu. Fyrst rauð hún alt andlitið í grágæsamör og gaf mér svo þetta líka vín — þá hefði ég getað svarið, að ég væri kominn í Himnaríki. Það er eina skiftið — sá gamli leit í kringum sig og lækkaði róminn — það er eina skifti, skal ég segja yður, sem ég hef smakkað vín blandað með steyttum eðalsteini. ]á, einhver saknar hennar í Skálholti. Ég heyrði það haft eftir prestinum okkar á dögunum, að koma mundi aftur biskup í Skál- holt, sem ekki stæði herra Oddi að baki, en hennar jafningi seint eða aldrei. Brynjólfur samsinti fullkomlega lofsyrðum gamla manns- ins um ekkju herra Odds. Hún var svo ástsæl kona meðal landsmanna, að slíks voru naumast dæmi. Hann mintist alkunns viðburðar^ sem hún átti upptök að, og farið mundi hafa með mannorð hverrar annarar konu. Hún ein gat gengið á helgar venjur, og haldið þó vin- sældum sínum óskertum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.