Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 29
IÐUNN
Á Alþingi 1631.
23
sem beztan þátt í ánægju gamla mannsins, — það er
franskt brennivín.
— Og þér ekki heldur! Margt heyrir maður, og
munuð þér þó ýmislegt hafa bragðað, svona hálærður
maður. Það var líklegt, að það væri ekki frá þeim
dönsku. Aumt er útlátið þeirra á ölinu, síðan þeir tóku
upp siglinguna hér um aldamótin. Það er varla að maður
fái nú deigan dropa, sem kallandi er mjöður, og má þó
þakka fyrir, ef gutlið kemur til landsins. I fyrra létu
þeir það nú spyrjast um sig, öldungarnir, að koma það
seint með duggurnar, að Alþingi var öllaust. Nei, sá
bezti drykkur, sem komið hefur inn fyrir mínar varir,
hann fekk ég hjá höfðingsmatrónunni Helgu minni í
Skálholti — hreint sá bezti drykkur. Hún kom sjálf
með hann yfir að Spóastöðum, þegar ég lá í andlits-
kalinu. Fyrst rauð hún alt andlitið í grágæsamör og gaf
mér svo þetta líka vín — þá hefði ég getað svarið, að
ég væri kominn í Himnaríki. Það er eina skiftið — sá
gamli leit í kringum sig og lækkaði róminn — það er
eina skifti, skal ég segja yður, sem ég hef smakkað
vín blandað með steyttum eðalsteini. ]á, einhver saknar
hennar í Skálholti. Ég heyrði það haft eftir prestinum
okkar á dögunum, að koma mundi aftur biskup í Skál-
holt, sem ekki stæði herra Oddi að baki, en hennar
jafningi seint eða aldrei.
Brynjólfur samsinti fullkomlega lofsyrðum gamla manns-
ins um ekkju herra Odds. Hún var svo ástsæl kona
meðal landsmanna, að slíks voru naumast dæmi. Hann
mintist alkunns viðburðar^ sem hún átti upptök að, og
farið mundi hafa með mannorð hverrar annarar konu.
Hún ein gat gengið á helgar venjur, og haldið þó vin-
sældum sínum óskertum.