Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 41
IÐUNN
Sérhætlir í skólamálum.
35
Sú kynslóð, er þess naut, og þeirra skilyrða til þjóð-
legrar menningariðju, er það veitti, er dáin, og mun
ekki öðru sinni hefjast á legg. Sá forði hagnýtra vits-
muna, vinnuleikni og þekkingar, sem áður nægði mönn-
um í einfaldari lífsbaráttu, hrekkur ekki einu sinni til
þess að halda í sér lífinu, hvað þá meira. Frá því að
vera einangrað land við útjaðar heims, er nú svo komið,
að vér liggjum um þjóðbraut samgangna þvera, og lífs-
hættir allir knýja oss til vélrænnar gerhygli, sem áður
var óþekt. Frá því að lifa mest á eiginni framleiðslu,
er nú svo komið, að vér höfum sogast inn í hringiðu
heimsverzlunarinnar með öll vor verðmæti, meiri hluta
þess, sem framleitt er og neytt í Iandinu. Það er hún,
sem gerir um það, hver verða skal hlutur hvers vinn-
anda manns í landinu. A mælistiku þaulæfðrar tækni,
hárfínnar starfsskiftingar og hamslausrar samkepni stór-
þjóðanna er nú metið til árangurs og verðs hver hugsun
og hvert handarvik, sem unnið er í þágu framleiðslu-
starfs á íslandi.
Þeir menn kunna að vera til, sem finst að þetta komi
skólum og uppeldismálum lítið við. En það kemur þeim
við á sama hátt og Iífið sjálft, hvorki meira né minna.
Þetta er Iífið sjálft, sá völlur, sem börnum vorum er
haslaður, til þess að heyja baráttu lífs síns á. Og það
verður erfitt að finna það mið, sem stefna skuli að með
skólum vorum og uppeldi, ef það er ekki að efla börn
vor til þess að heyja þá baráttu giftusamlega og göfug-
lega. Barnið, sem elzt upp á heimili, sem bregzt þeirri
skyldu, sem gengur i skóla, er byggir uppeldisgrund-
völl sinn á forsendum liðins tíma, sem lítið á sammerkt
við vorn, á sér ekkert andlegt föðurland. Það á engan
borgararétt í tímanum. Kynslóð, sem svo er farið, er
dæmd til þess að bíða halla í öllum samskiftum sínum