Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 42
36
Serhættir í skólamálum.
IÐUNN
við starfhæfari, hagsýnni og skipulagselshari menn, en
hún er sjálf.
Svo stórt ber að ætlast fyrir um uppeldi æskulýðsins,
að láta þar engis ófreistað til. Það á að ræða um það,
og það á að rita um það, þangað til búið er að sverfa
það inn í vitund hvers fullveðja manns, að ekki getur
önnur mál, er meira skifti um. Allir, sem þekkingu hafa
á þeim málum, allir, sem eitthvað geta lagt til af góð-
girni og viti, eiga að leggja sitt fram. Það á að gera
hvert vandamál uppeldisins svo ljóst sem verða má, með
auðveldri fræðslu og aðgengilegri um alt það, sem bezt
er hugsað og happasælast hefur reynst í þessum efnum.
Foreldrarnir eiga heimtingu á því. Börnin eiga heimt-
ingu á því.
Það þykir feigðarmerki á hverri þjóð, meira en nokkuð
annað, er hið opinbera notar sér hugleysi manna við
fjárútlát til þess að hlynna að fáfræði og vanrækslu í
uppeldismálum. Börnin svara eins háum arði af hverri
krónu, sem til þess er varið að efla þau að vitsmunum,
dugnaði og mannkostum, eins og fæst af þeirri, sem
lögð er í túnarækt og togarakaup, þó að það sé einnig
nauðsynlegt og gott. Vitsmunir þeirra, sem við eiga að
taka, munu reynast drýgri til endingar og heilla en allir
varasjóðir þeirra fyrirtækja, sem vér höfum sjálfir komið
upp og lifa eiga vorn dag.
Með æskunni býr líftaug þjóðarinnar og fjöregg. Þá
er það vel varðveitt, er hvert rúm, sem losnar, er skipað
ágætara manni, víðsýnna og starfhæfara þeim, er fór.
Vér eigum að leitast við að veita eftirkomendum vor-
um þvílíkt uppeldi, að þeir fái forðast að drýgja sömu
syndir, stranda á sömu skerjum og vér gerðum og feður
vorir, að þeir verði færir um að knýja fram í veruleika
þá möguleika, sem oss brast sjónskerpu til að eygja.