Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 46
40 Sérhættir í skólamálum. IDUNN talað við foreldra nemenda sinna. Reyndin verður sú, að menn kasta allri áhyggju sinni upp á skólana, finst það hart að halda »hálaunaða« kennara, ef þeir þurfi sjálfir að standa í slíku, og bölva svo kennurum og skólum, ef illa tekst til. Engum hreinskilnum kennara mun koma til hugar, að skólinn ráði hér á alla þá bót, er við þyrfti. Jafnvel þótt fullvíst væri talið, að grund- vallarstefnu skólans, sem leggur höfuðáherzluna á viður- töku ákveðins námsefnis, yrði ekki breytt svo, að til bóta væri, þá er tími sá, sem skólinn hefur til þess að fjalla um aðra eiginleika persónunnar, og aðstaða sú, er hann hefur til þess, afar ófullnægjandi. Afleiðingin af þessu er sú, að það myndast óeðlilegt og háskalegt bil milli skólanna og heimilanna. Þau eru tveir heimar, sem engin mök hafa saman, og þar sem ef til vill ríkir gerólíkur hugsunarháttur, gerólíkt and- rúmsloft. í þessum tveim heimum lifir barnið, meðan skólagöngutími þess varir. Og af því að hvorugur veitir barninu fullnægjandi þroskaskilyrði andlega, og einatt ekki Iíkamlega heldur, leiðir það til þess, að viss hluti uppeldisstarfsins er á hvorugum staðnum unninn, og það sá, er mestu varðar um. Uppeldið hefur aldrei getað orðið sú samræma tamning persónuleikans alls, sem því er ætlað að vera. Skólanum er ætlað að inna af hendi meiri hluta þess en hann er fær um, samkvæmt núver- andi skipulagi sínu, — svo mikinn, sem hæfilegt væri, ef hann væri hið eiginlega heimili barnanna. Heimilið tekur í reyndinni þann hlutann, sem hæfilegur væri, ef það væri aðeins matstofa barnsins og svefnhús. Þetta er háskalegt fyrir barnið. Uppeldisáhrifin verða afar sundur- leit. I raun og veru verður það húsvilt með mikinn hluta andlegs lífs síns, hæfileika, starfsgetu, langana. Viss svæði sálarlífsins verða ósnortin af ræktandi áhrifum, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.