Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 56
50 Vísindaleg rannsókn á eðli drauma. IÐUNN er, að dreymandinn sér í draumnum, alveg eins og honum bæri fyrir augu það, sem hann dreymir. Og er þetta sama að segja um alla drauma. Virðist furðu gegna, að vísindamenn þeir, sem fengist hafa við rannsókn á eðli draumlífsins, skuli ekki hafa áttað sig á því, að þarna er undirstöðuatriði svo mikið og merkilegt, að meðan það er ekki skilið og skýrt, getur ekki verið um neinn verulegan skilning á eðli draumlífsins að ræða. En jafnvel þó að menn vilji halda því fram, að endur- minningar um sýn — og aðra skynjan — komi í svefni fram í meðvitundinni alveg eins og skynjanin sjálf í vöku, þá er það ákaflega ósennileg tilgáta og alls engin skýring. Því að nákvæm athugun leiðir í ljós, að alt endurminningarkent er einmitt í draumi miklu veikara en í vöku. Ennfremur verða fyrir þau alveg ósigrandi vandræði, ef þannig er reynt að skýra, að draumurinn er, ef að er gáð, einmitt ekki endurminning. Eg hefi í. d. aldrei séð í vöku tjörn og landslag einsog það, sem mig dreymir þarna, og aldrei svona dýr einsog það, sem ég sé svo skýrt í draumnum. Fleira, sem íhug- unarvert er við draum minn, er þetta: Ég hefi í draumn- um ekki neina Ijósa hugmynd um það, hvar ég sjálfur er staddur, meðan ég sé þetta, sem fyrir mig ber. Og sjónarsvið mitt er undarlega takmarkað, miklu takmark- aðra en í vöku, auk þess sem ég veit ekkert um landið, sem liggur að því, sem ég sé. Ennfremur er athuga- vert, að það er ekki eins og ég sjái samfelda mynda- röð, — ef svo mætti að orði komast — heldur falli eitthvað úr, hér og hvar. III. Draumur þessi er með öllu óskiljanlegur, ef ekki er annað að styðjast við en hinar ráðandi hugmyndir vís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.