Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 56
50
Vísindaleg rannsókn á eðli drauma.
IÐUNN
er, að dreymandinn sér í draumnum, alveg eins og
honum bæri fyrir augu það, sem hann dreymir. Og er
þetta sama að segja um alla drauma. Virðist furðu gegna,
að vísindamenn þeir, sem fengist hafa við rannsókn á
eðli draumlífsins, skuli ekki hafa áttað sig á því, að
þarna er undirstöðuatriði svo mikið og merkilegt, að
meðan það er ekki skilið og skýrt, getur ekki verið um
neinn verulegan skilning á eðli draumlífsins að ræða.
En jafnvel þó að menn vilji halda því fram, að endur-
minningar um sýn — og aðra skynjan — komi í svefni
fram í meðvitundinni alveg eins og skynjanin sjálf í
vöku, þá er það ákaflega ósennileg tilgáta og alls engin
skýring. Því að nákvæm athugun leiðir í ljós, að alt
endurminningarkent er einmitt í draumi miklu veikara
en í vöku. Ennfremur verða fyrir þau alveg ósigrandi
vandræði, ef þannig er reynt að skýra, að draumurinn
er, ef að er gáð, einmitt ekki endurminning. Eg hefi
í. d. aldrei séð í vöku tjörn og landslag einsog það,
sem mig dreymir þarna, og aldrei svona dýr einsog
það, sem ég sé svo skýrt í draumnum. Fleira, sem íhug-
unarvert er við draum minn, er þetta: Ég hefi í draumn-
um ekki neina Ijósa hugmynd um það, hvar ég sjálfur
er staddur, meðan ég sé þetta, sem fyrir mig ber. Og
sjónarsvið mitt er undarlega takmarkað, miklu takmark-
aðra en í vöku, auk þess sem ég veit ekkert um landið,
sem liggur að því, sem ég sé. Ennfremur er athuga-
vert, að það er ekki eins og ég sjái samfelda mynda-
röð, — ef svo mætti að orði komast — heldur falli
eitthvað úr, hér og hvar.
III.
Draumur þessi er með öllu óskiljanlegur, ef ekki er
annað að styðjast við en hinar ráðandi hugmyndir vís-