Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 59
IÐUNN
Vísindaleg rannsókn á eðli drauma.
53
yfir eðli og uppruna allra trúarbragða. Sjálft eðli lífsins
er nú Ijóst orðið. Vandalaust er nú að skilja, hvernig
sumt fólk hefir getað lifað mánuðum og jafnvel árum
saman án matar og drykkjar. Það hefir lifað á tilsendu
lífmagni. Glögglega sjáum vér fram á ýmsar mjög merki-
legar afleiðingar þessarar nýfengnu þekkingar. Bjargað
mun verða þar, sem nú er engin von. Lífmagn mun
verða sent þeim, sem lifandi eru grafnir, t. d. í námum.
Lífgaðir munu verða þeir, sem legið hafa druknaðir í
sjó eða vatni svo klukkustundum skiftir eða jafnvel dög-
um. En þó er hitt ennþá meira, að hverskonar slys-
um mun verða afstýrt mjög langt fram yfir það, sem
nu gerist. Lífsafl manna og vit mun verða aukið svo
mjög, að öllum þeim örðugleikum, sem nú eru á því
að skapa gott mannfélag, mun verða burtu rutt. A því
er enginn vafi, að leið sú, sem fundin er, liggur fram
til fullnaðarsigurs fyrir lífið.
28. 2. ’30.