Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 67
ÍÐUNN
Ungir rithöfundar.
61
mann skortir enn í bók þessari orðauðgi, glæsileik í stíl
og kannske ekki sízt þann mikla mátt, er síðar ein-
kennir marga kafla í bókum hans.
Fyrsta sagan í »íslenzkri ást« er »Fátæk börn«. Er
þar einhver hin bezta sálarlífslýsing, sem Kristmann hefir
gert. Sálarlífi barnanna er lýst af slíkri glöggskygni,
samfara unaðslegri ástúð og nærgætni, að börnin verða
mér ógleymanleg. Stöðugar samvistir og sameiginlegur
skortur á andlegum og líkamlegum nauðsynjum gera
þessi börn innilega samrýmd. Og án þess þau viti það
í rauninni sjálf, er vinátta þeirra að verða að ást.
Af öðrum sögum í bókinni eru tvær einkum athyglis-
verðar. Þær sýna óvenju glöggan skilning á frumrænu
sálarlífi. Önnur þeirra gefur glögga mynd af Jóni gamla
þurfaling, sem þykir lífið hafa svo lítið að bjóða, að
hann ákveður að hengja sig. A leiðinni til hengingar-
staðarins hittir hann þann mann, sem hann hefir litið
meira upp til en nokkurs annars manns í sveitinni. Er
þessi dýrlingur Jóns auðvitað kaupmaður. Nú kemst
Jón að því, sem hann hefði aldrei getað hugsað sér,
að kaupmaðurinn á við svo mikið andstreymi að stríða,
að hann vildi gjarna stytta sér aldur, en hefir ekki
hugrekki til þess. Og nú verður böl Jóns gamla þó ekki
ains óbærilegt og áður — en það, sem mest er um
vert: hann hefir hugrekki til hengingarathafnar, en
sjálfur kaupmaðurinn ekki. Auðvitað hefir Jón þarna
öðlast manngildi, sem honum finst meiningarlaust að
farga. Og hengingarathöfnin fer alls ekki fram. .. . Hin
sagan er um Hrólf formann, sem hefir langa æfi átt
skifti við Ægi karl. Er Ægir orðinn í hugskoti Hrólfs
að lifandi veru, sem leitar hefnda fyrir misgerðir, en
reynist ekki eins illvígur og strangur í kröfum og Hrólfur
hefði jafnvel getað búist við af honum. —