Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 74
68
Ungir rilhöfundar.
IÐUNN
dóttur hans, og Ragnari, syni Salvarar. En alt í einu
brestur alt, sem var á milli þeirra, Guðrúnar og Ragn-
ars — og hann fer til útlanda. Þau eru systkin. Enn
aukast harmar Halldórs — og svo deyr hann, að þau
Salvör eru ekki sátt. En áður en hann deyr, hefir hon-
um auðnast að vinna afrek, sem hann hefir mikinn
heiður af. Þá er og það honum raunabót, að Guðrún
dóttir hans giftist glæsilegum manni — en það sem
mest er: hann fær að vita, að alla æfi hefir sú kona
unnað honum, er hann hefir eina elskað. I bók þessari
skilur þá með þeim, Salvöru og honum, en fyrir börn
þeirra hefir það, er þeim fór á milli, hinar örlagaþrungn-
ustu afleiðingar. Gengur höfundur þannig frá sögunni,
að telja má víst, að hann muni ætla að halda henni
áfram í öðru bindi.
Margt er glæsilegt í bók þessari. Höfundurinn fer
eins og í »Armann og Vildís* oftast snildarlega með
málið — og stílþróttur hans nýtur sín ágætlega í hinum
mörgu stórfeldu atburðalýsingum. Er rnjög vel skrifuð
lýsingin á nauðlendingunni og afreki Halldórs, er hann
bjargar mönnunum — en magnþrungnust er lýsingin á
æfilokum Halldórs. Er háleit einfeldni og sorgblandinn
dramatiskur glæsileiki yfir þessari lýsingu — og minnir
hún mig á eitt það allra stórfeldasta, sem eg hefi lesið
— dauða bóndans í Nobelsverðlaunaskáldverki Rey-
monts hins pólska.
Náttúrunni er og mjög vel lýst í bókinni — og hið
táknræna samræmi hennar og hugarástands persónanna
styrkir áhrif frásagnarinnar. Persónurnar eru margar
mjög vel gerðar. Mest rækt er lögð við Halldór — og
er hann mjög athyglisverður, bæði sem einstaklingur
og sem fulltrúi hins sérnorðlenzka í lundarfari. Hann
er, eins og á hefir verið minst, þróttmikið glæsimenni,