Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 77
IÐUNN
Ársrit Nemandasambands Laugaskóla.
(Þessi grein er slrrifuð vegna þess, að höfundi hennar hefir verið
sent fjórða ársrit Nemandasambands Laugaskóla til umsagnar.]
Áður en ég hafði kynnzt nokkurum Þingeyingi per-
sónulega, svo að teljandi sé, hafði ég heyrt getið þing-
eyskrar bændamenningar og lesið sögur og ljóð eftir
þingeyska alþýðumenn.
Lestrarfýsn þingeyskrar alþýðu hefi ég heyrt þannig
lýst, að bækur í lestrarfélögum þar í sýslu væri öld-
ungis upp lesnar, og er slíkt að vísu merkilegt til frá-
sagnar, þó að ekki sá það eins dæmi um bækur í sveit-
um á Islandi.
Ég hefi kynnzt nokkurum Þingeyingum í Reykjavík og
það jafnvel mönnum, sem munu taldir í fremstu röð
heima í héraði. Sú kynning hefir meðal annars sannfært
mig um það, að Þingeyingar og reyndar Norðlendingar
yfirleitt eru furðulega ólíkir Sunnlendingum, og það svo,
að ég tel sennilegt, að hvorir gæti lært talsvert af öðrum.
Samtök og athafnir Þingeyinga í verzlunar- og öðr-
um framkvæmdamálum síðari ára eru ærið athyglis-
verðar, og ég býst við, að sumir Sunnlendingar hafi
undrazt dugnað, sjálfstraust og einhug Þingeyinga, er
þeir stofnuðu alþýðuskólann á Laugum nokkurn veginn
samtímis því, sem vér Sunnlendingar stóðum dreifðir í
skólamáli voru og gátum ekki einu sinni orðið á eitt
sáttir um skólasetur fyrr en norðlenzkur maður tók af
skarið í því efni.
Laugaskóli nýtur góðs orðs, enda er Arnór Sigur-
jónsson skólastjóri talinn mjög ötull maður. Undir rit-