Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 79
IÐUNN
Ársrit Nemandasambands Laugaskóla.
73
Laugaskóli.
Það verður varla um það deilt, að þetta fyrirkomulag
er í sjálfu sér merkilegt og minnir nokkuð á æfingar í
háskólum, þar sem stúdentar vinna að sjálfstæðum rann-
sóknum undir handleiðslu kennara, enda mun höfundum
þess hafa verið það ljóst, sbr. athugasemdir Arnórs
Sigurjónssonar skólastjóra við 5. grein í reglugerð Al-
þýðuskóla Þingeyinga. Þar farast honum þannig orð:
»Hér er í raun réttri farin mjög sama leið og við
háskólanám. Það mun þykja djarfræði, að láta sér koma
slíkt til hugar, af því að til þess að nema á þennan
hátt, þurfi sérstaklega mikinn þroska. En þetta er ein-
mitt sú leið, sem fjölmargir alþýðumenn fara, sem leita
sér mentunar af fullri alúð. Að vísu vill það oft bresta,
að þeir taki nám sitt nógu skipulega. En einmitt það
þarf að kenna. Það þarf að kenna það, að nota sér
bækur og kenslu með sérstakt langmið framundan —
annað en það, að taka »próf«. Til þess mun vandfundið