Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 87
IÐUNN
Signora1} Chiara.
Eftir Anatole France.
Giacomo Tedeschi prófessor er læknir í Neapel og
hefir mikið að gera. Húsið hans angar af sterkri með-
alalykt og stendur skamt frá Incoronata. Þangað leitar
fólk af öllu tagi, og þó einkum fallegu stúlkurnar, sem
bjóða frutti de mare1 2) við Santa Lucia. Hann selur lyf
við öllum sjúkdómum, þykist ekki vera of góður til að
draga ormsmogna tönn, þegar því er að skifta, og er
hreinasti snillingur í því að sauma saman skinnsprettur
á piltunum daginn eftir einhverja gleðisamkomuna. Hann
kann að bregða fyrir sig mállýzku strandbúanna, með
skólapilta-latínu innan um, til að sefa sjúklingana sína,
þegar þeir liggja marflatir í þeim breiðasta, haltasta,
brakmesta og kámugasta hvílubekk, sem hægt er að
finna í öllum strandbæjum veraldar. Hann er smár vexti,
með andlit eins og tungl í fyllingu, lítil græn augu og
langt nef, sem teygist niður fyrir munninn, og ávölu
axlirnar hans, framsetti maginn og grannvöxnu fótlegg-
irnir minna á skrípaleikara fornaldarinnar.
Giacomo hefir á efri árum sínum kvænst ungri stúlku
að nafni Chiara Mammi, dóttur gamals refsifanga, sem
var í miklum metum í Neapel, og gerðist bakari á
Borgo di Santo, þangað til hann dó, öllum bænum til
mikillar hrygðar. Undir sólargeislunum, sem gefa öllu
vöxt og þroska og gylla vínþrúgurnar í Torre og sín-
1) Signora (frb. senjóra), ítalskur frúartitill.
2) „sævarávextir", fiskar, krabbar o. þ. h.
löunn XIV.
6