Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 88
82 Signora Chiara. IÐUNN eplin í Sorrento, óx og blómgaðist signora Chiara, þrungin af Ijómandi fegurð. Giacomo Tedeschi stendur í þeirri trú, eins og vera ber, að kona hans sé jafn dygðug og hún er fögur. Auk þess veit hann, hve konur af ræningjaættum láta sér ant um sóma sinn. En hann er læknir og þekkir vel bresti og veikleika kvenlegs eðlis. Hann fann til dálítils óróleika, eftir að Ascanio Ranieri frá Milano, kvennaklæðskeri á Piazza dei Martizi, tók að venja komur sínar í hús hans. Ascanio var ungur og laglegur og síbrosandi. Auðvitað var dóttir bakarans og föður- landshetjunnar Mammi alt of góð Napoli-kona til að láta ginnast af Milanobúa. En samt sem áður hélt As- canio áfram komum sínum í húsið við Incoronata, þegar læknirinn var ekki heima, og signoran lét sér vel líka að taka á móti honum í einrúmi. Einn góðan veðurdag kom prófessorinn fyr heim en við honum var búist, og þá kom hann þar að, sem Ascanio lá á knjám fyrir frúnni. Signoran stóð upp og gekk burt svo stilt og tigulega, að það hefði mátt gyðju sóma, og Ascanio stóð líka á fætur. Giacomo Tedeschi gekk að honum með hinum inni- legasta áhyggju- og hluttekningarsvip. »Eg sé, að þér eruð veikur, vinur minn. Það var mjög skynsamlegt af yður að koma til mín. Eg er læknir, og það er köllun mín að létta þjáningar mannanna. Þér eruð veikur, það er deginum ljósara. Þér eruð veikur, mjög veikur. Andiitið á yður er brennheitt. Það er höfuðverkur, það er alveg áreiðanlega voðalegur höfuðverkur. Það var mjög skynsamlegt af yður að koma til mín! Þér hafið hlotið að bíða mín með óþreyju. Það er afleitur höfuðverkur*. Og meðan hann lét dæluna ganga, ýtti hann Ascanio
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.