Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 90
IÐUNN
Sjálfstæðismálið.
Það eru nú liðin meira
en 11 ár síðan sam-
bandslögin gengu í gildi,
og má svo segja að þeir
menn, sem þá voru upp-
komnir, hafi í stjórnmál-
um verið aldir upp til
þess eins að herja út
sjálfstæðið, og að þeir
hafi með móðurmjólkinni
sogið inn ódrepandi virð-
ingu fyrir hverju því máli,
sem hefur orðið sjálfstæði
í nafni sínu. A þeim
ellefu árum, sem liðin
eru, hefur þeim mönnum, sem þá voru uppi, fækkað svo
lítið, að enn má heita að meginið af kjósendum lands-
ins, þeim mönnum, sem að nafninu til hafa úrslita-
atkvæði um málefni landsins og að minsta kosti um
sambandsmálið eiga raunverulegt úrslitaatkvæði, sé hinir
sömu og 1918, svo að hópur þessara manna mun í öllu
verulegu bera sama hugarfar til orðsins sjálfstæði eins
og menn gerðu þá.
Fyrir 1918, meðan Danir enn höfðu ráð yfir landinu,
voru sumir, sem höfðu þá sannfæringu, að málefnum
vorum væri bezt borgið með því, að sem minstar og
hægastar breytingar yrðu á sambandinu við Dani, og
enn aðrir hölluðust að þessari skoðun vegna þess, að