Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 106
100
Sjálfstæðismálið.
IÐUNN
sauðsvartur almúginn, varð að hafa vit fyrir. Og það
mega frumvarpsfylgjendur, sem féllu við kosningarnar
1908, muna, að ekki þurfti þjóðin 14 ár til þess að átta
sig á sjálfstæðismálinu þá. Frumvarpið kom 1907; við
kosningarnar 1908 sögðu kjósendur sitt álit mjög áþreif-
anlega. Það álit sitt staðfestu þeir enn áþreifanlegar við
atkvæðagreiðsluna um sambandslögin 1918. En nú á
Bleik að vera svo brugðið, að það þurfi 14 ára látlaust
þjark til þess að kenna þeim að nauðsynlegt sé að slíta
gagnslausu eða skaðlegu sambandi við Dani.
Frá því að þjóðmálastarfsemi ]óns Sigurðssonar hófst
og þar til 1918 hefur alt meginþrek þjóðarinnar farið
til þess, að vinna að því, að ná sjálfstæðinu. Hagur
þjóðarinnar batnaði að vísu við hvert spor, sem stigið
var fram á leið, en altaf voru kraftarnir svo bundnir
við þetta mál, að orðið var bráðnauðsynlegt að fá því
skipað, til þess að leysa kraftana frá störfum í þágu
þess og beita þeim fyrir önnur bráðnauðsynleg málefni,
sem ekki þoldu mikla bið, nema að sök kæmi. Þegar
sambandsmálið var til lykta leitt, var eins og fargi létti
af öllum; allir voru fegnir að kraftarnir voru nú leysíir,
og að nú var hægt að fara að vinna þjóðina upp. Og
það sá fljótt á, að nú voru nýir kraftar komnir í þarfir
nauðsynlegu málanna, því hagur þjóðarinnar hefur, þrátt
fyrir rlldeilur innanlands, runnið upp eins og fífill í túni,
svo að varla hefur nokkur þjóð nokkurntíma tekið jafn-
miklum stakkaskiftum á jafnskömmum tíma eins og Is-
lendingar, nema ef vera skyldu Japanar. Þetta játa allir,
jíka þeir, sem eru þeirrar skoðunar, að með öðru þjóð-
félagsskipulagi hefðu framfarirnar orðið miklu meiri og
betri.
En nú á að fara að binda þessa krafta aftur í 14 ár