Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 109
IÐUNN
Sjálfslæðismálið.
103
þeirra höndum, og íslenzkir kjósendur eiga það við
sjálfa sig. Þessu er ekki haldið á loft, því að þá myndi
spilaborgin hrynja.
Það er brot á alþjóðakurteisisreglum að vaða upp á
Dani, eins og hér er nú gert, og er það ekki góðra
þjóða siður að brjóta slíkar reglur. Ef að vér hefðum
efni á því, væri ef til vill ekki mikil ástæða til þess að
fárast um það. En vér höfum ekki efni á því. Þó að
vér segjum oss úr sambandi við Dani, erum vér ekki
þar með lausir úr skiftum við þá.
Það hefur á síðari árum verið ósamningsbundið banda-
lag milli Norðurlandaþjóðanna, sem hefur styrkt hverja
þeirra um sig mjög. Hefur ekki staðið á oss að taka
þátt í því. Þegar haldin hafa verið hin og þessi Norð-
urlandamót, hafa sumir Islendingar ætlað af göflunum
að ganga, ef gleymst hefur að draga íslenzka fánann
að hún. Vér höfum og verið ótæpir á að senda menn
þangað, og höfum þá stundum ekki látið oss muna um
að hafa þá danska. Ur þessu sambandi Norðurlanda-
þjóðanna dettur víst engum íslending í hug að vér för-
um að ganga, þótt sambandinu við Dani verði slitið,
enda er oss að því styrkur að vera þar. Ef vér vær-
um búnir að leika oss að því að móðga Dani lengi að
ástæðulausu, væri ekki hætt við því að þeir reyndu að
auka á það gagn, sem vér gætum haft af Norðurlanda-
sambandinu. Þetta er ekki sagt af umhyggju fyrir Dön-
um, heldur af því að oss er það fyrir beztu að hegða
oss sæmilega og skynsamlega við allar erlendar þjóðir,
og Dani líka.
Nýja sjálfstæðishreyfingin er skrítin um margt. Hún
er ekki hafin vegna sjálfstæðisins út á við, heldur vegna
innanlandsmála. Til hennar er stofnað svo snemma, að