Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 115
IÐUNN
Heimskautafærsla.
109
norðurheimskautsins á árunum frá 1899—1908. Heim-
skautafærslan virðist ýmist aukast eða minka með vissu
árabili. Um 1900 var hún þannig lítil, en fór vaxandi
þangað til 1903—1904. Úr því fór hún minkandi, þang-
að til um 1907, að hún byrjaði að vaxa enn á ný.1)
Það eru því allar líkur til þess, að sveigurinn, er hvort
heimskautið um sig fer árlega, sé aldrei tvö ár saman
Ein sek. á myndinni sýnir 31 metra. (Naturen 1909).
nákvæmlega á sama stað, heldur að hann þokist stöð-
ugt úr stað. Það er þess vegna öll ástæða til að ætla,
að hann eða heimskautin hafi getað færst langar leiðir
á hinum geysilöngu jarðtímabilum.
Nú virðisi loftslag á liðnum jarðöldum ekki hafa
kólnað jafnt og þétt, þangað til að það náði lágmarki
sínu, né hitinn hafa farið jafnvaxandi, þangað til að
hann náði hámarki sínu, heldur hafa kuldatímabilin
1) Naturen 1909: Forandr. i Nordpolens beliggenhed fra 1899-1908.