Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 118
Heimskautafærsla.
IÐUNN
112
hnattstöðunni, eins og kunnugt er. Ljóst dæmi þess er
Noregur, sem er vaxinn skógi og tiltölulega fjölbreyttum
jurtagróðri norður undir 70° n. br. og Grænland, sem
er að mestu leyti hulið jökulbreiðu suður undir 60.
breiddarstig. Þess vegna hefir jökulbreiðan getað náð
miklum mun styttra út frá heimskautunum í eina átt en
aðra á ýmsum tímum, eins og nú.
Auk þess hefir munurinn á útbreiðslu jökla á norð-
urhveli jarðar og suðurhveli getað verið suma tíma
miklu meiri en nú. Hér að framan er minst á tilgátu
Crolls, að loftslagsbreytingar stafi af breytingum, sem
verði á lögun jarðbrautar (Exentricitet) og halla jarð-
mönduls á jarðbrautarfletinum. Sökum þessara breytinga
getur orðið mjög mikill munur á lengd vetrar á norður-
og suðurhveli jarðar. Eins og þessu er nú háttað, er
veturinn sjö dögum lengri á suðurhveli jarðar en á
norðurhveli. En munurinn af þessum völdum getur orðið
yfir þrjátíu dagar. Þrátt fyrir það, að munurinn er nú
aðeins sjö dagar, er loftslag talsvert kaldara á suður-
helmingi jarðar en á norðurhelmingi hennar. Þess vegna
hlýtur að hafa verið mikill munur á útbreiðslu jökla á
norðurhveli og suðurhveli, er munurinn á lengd vetrar
við skautin hefir verið mestur.
Hákon J. Helgason.
Leiðrétting. í greininni „ Heimskautafærsla" í síðasta hefti
hefir misprentast á bls. 405, 17. línu að ofan: Mytitus edutis, á
að vera: Mi-tilus edulis.