Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 63

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 63
SJÓNLEIKIR OG TRÚARBRÖGÐ 129 Ekki gefur þetta eina dæmi neina verulega hugmynd um alla þá margbreytni, sem finna mátti á hinum ýmsu stigum launhelganna. Ekki var heldur allt jafn-fagurt né aðlaðandi, sem þar fór fram. En ég get um þetta hér, til þess að benda á, hve athafnirnar voru ríkur þáttur í guðs- dýrkuninni. Sennilegt er, að þar sem launhelgar hafa náð hæst, hafi þær í raun og veru orðið ein keðja af leikræn- um og táknrænum siðum, þar sem stig tók við af stigi. Sennilega fólu þeir í sér samfellda sögu, er enginn hafi þekkt til hlítar, nema sá, sem hafði tekið allar hinar hæstu vígslur og þannig fengið hlutdeild í hinum duldu fræðum, svo langt sem komizt varð. Ef til vill hefir það tekið meginhluta ævinnar að leika þann leik til enda. Ef ekki hefði verið um aðrar leikrænar athafnir að ræða en þær, sem fylgdu launhelgunum, hefði aldrei þró- azt sú leiklist, er hafði svo örlagarík áhrif fyrir leiksögu allra alda. En sem betur fór, urðu einnig til leikrænar at- hafnir í sambandi við trúariðkanir, sem fram fóru fyrir allra augum og við þátttöku alls almennings. Dýrkun ttiargra guða fór fram með opinberum athöfnum, skrúð- &öngum, hópgöngum, söngvum og dönsum. Fylgdi þeim °ft mikil hrifning og var því trúað, að við þá hrifningu kæmist maðurinn í nánara samband við goðmögn þau, sem um var að ræða. Hátíðir voru haldnar á vissum tím- um ársins, og streymdi þá að fjölmenni mikið. Oft varð hrifningin þó að stjórnlausu æði og ærslum, sem hafði í för með sér margs konar óhugnanlegar aðfarir. Þannig Sat það t. d. orðið við hátíðahöld þau, sem kennd voru Vlð guðinn Dionysios, er einnig hefir verið nefndur Bac- chus. Þó mundi það vera á misskilningi byggt, ef menn héldu, að dýrkun hans hefði aldrei verið annað en ofsa- tengin víndrykkja, með svalli og saurlifnaði. Dýrkun Dionysiosar er sennilega æfaforn og upprunnin 1 Þrakíu. Hann er frjósemisguð, sem stendur í nánu sam- bandi við vínyrkjuna og gróður jarðar yfirleitt. Yfir dýrk- Un hans hvílir dulrænn blær, lífsgleðin brýzt út með

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.