Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 5
Grundvöllurinn Kristur.
Ræða Ásmundar Guðmundssonar
í Dómkirkjunni 17. júní 1953.
Sérhver athugi, hvernig hann byggir ofan á. Því
að annan grundvöll getur enginn lagt en fiann, sem
iagöur er, sem er Jesús Kristur. I. Kor. 3, 10—11.
Til hvers er að lesa þessi 19 alda gömlu orð? Eru þau ekki
löngu úrelt?
Nei, engan veginn.
Þau eru að vísu miðuð við sérstakar aðstæður þeirra
tíma, en þó þannig, að þau eru eins og augabragðið, sem er
að líða, eilíflega ung. Og þau flytja oss beinlínis þann boð-
s^ap, sem á brýnast erindi til vor í dag, er vér fögnum lýð-
veldi voru hinu nýja og lýðræði. Þau eiga að vera undir-
straumur fagnaðar vors, er vér óskum hverir öðrum
gleðilegrar þjóðhátíðar, 17. júní, og minnumst um leið
fvelsishetju vorrar, Jóns Sigurðssonar.
Þetta er nú í tíunda skiptið, sem vér höldum slíka þjóð-
hátíð. En er oss þó enn nógu ljóst, hvílík sú gjöf er, sem
°ss hefir verið fengin, að hún hvílir í hendi hvers og eins,
Þinni og minni? Svo dýr er hún, að hver einstaklingur á
hana jafnt og þjóðin öll, og svo mikil ábyrgð og vandi
tylgir henni, að alls enginn má bregðast. Því athugi sér-
hver, hvernig hann byggir ofan á.
Ekkert ævistarf — enginn steinn í framtíðarbygging Is-
iands, menningar þess og lýðfrelsis, má vera svikinn —
aðeins einn steinn, illa lagður, getur valdið hruni.
Athuga vel, að þú byggir traust. Það er ekki aðeins þín