Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 63
S AMTÍNIN GUR
209
Fyrir nokkru bar Hannibal Valdimarsson fram tillögu til
þingsályktunar um að endurskoða og samræma og færa í nú-
tíma horf kirkjulega löggjöf í landinu. Ég man nú ekki, hvernig
þessari tillögu reiddi af — hvort hún var samþykkt eða ekki.
En eitt er víst, að enn þá hefir ekkert verið gert í málinu. Ef
til vill væri bezt að láta útkomu þeirrar bókar, sem hér að ofan
greinir, bíða þessarar endurskoðunar. Hennar er full þörf og
vonandi verður hún gerð fyrr en seinna.
★
Nú er, sem kunnugt er, enginn prestur á Alþingi. Svo var
heldur ekki síðasta kjörtímabil. Síðustu prestarnir á þingi voru
þeir Magnús Jónsson prófessor og séra Sveinbjörn Högnason,
en báðir hurfu þeir þaðan árið 1946. Við kosningarnar í sumar
voru nokkrir prestar í kjöri, en náðu ekki kosningu. Einn
þeirra, séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ, er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
★
Skömmu eftir áramótin síðustu var borið fram frumvarp í
brezka þinginu um að nema úr gildi bann við leiksýningum og
íþróttamótum á sunnudögum. Hvort tveggja þetta — leiklistin
°g íþróttirnar — er í hávegum haft hjá Bretum. Samt vilja
þeir ekki iðka þetta á sunnudögum. Frumvarpið var fellt með
224 atkvæða mun. Andstæðingar þess töldu, að með því væri
vegið að kirkju og kristnihaldi i landinu.
★
Eitt ár úr dagbók Biblíunnar.
15. jan. Fyrstu daga ársins las húsbóndinn mig reglulega.
Nú hefi ég haft viku frí.
2- febr. Rykið þurrkað af mér. Síðan komst ég á gamla
staðinn í bókaskápnum.
8. febr. Húsbóndinn notaði mig nokkra stund eftir matinn,
^eit á nokkra ritningarstaði, fór í sunnudagaskóla.
7- marz. Síðan ég fór í sunnudagaskólann hefi ég legið
irammi í forstofu. Nú er ég komin aftur upp í skáp.
2- apríl. Önnum kafin í dag. Húsbóndinn talaði á fundi í
É.F.U.M. Hann þurfti að finna mörg ritningarorð og var lengi