Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 45
SJÓNLEIKIR OG TRÚARBRÖGÐ 191 sitt stóra leikhús, sett dálítið hof á brúnina ofan við áheyr- endapallana, en það var aðeins formsatriði, svo að hægt væri að vígja leikhúsið sem musteri.. Hinn trúræni eld- móður og andleg hrifning, sem snart hugi manna við hina helgu leiki í Aþenu og annars staðar á Grikklandi, var horf- inn, en í þess stað var það gert að meginmarkmiði leikanna að sýna sigurvinninga og dýrð Rómaveldis, og að skemmta lýðnum, sem höfðingjarnir vildu gera sér hliðhollan með brauði og leikum. Var þá ekki furða, þótt leikið væri á þá strengi, sem helzt gátu endurómað, ýmist hjá ómennt- uðum múgnum eða lífsleiðum auðmönnum, sem leituðu stöðugt að einhverju nýju og spennandi. Þegar hér er komið sögu, fer nýtt vald að láta til sín taka, — hin kristna kirkja. Kennimenn hennar, svo sem Tertullianus, voru ekkert myrkir í máli um leikhúsin. Þeir sáu í þeim þjónustu við djöfulinn og alla hans ára. Sá sem les, þótt ekki séu nema nokkrar línur úr greinum Ter- tullians, finnur brátt, með hvílíkri brennandi heift hann i'æðst að leikhúsunum. Hann talar um það, hvernig allt hið viðurstyggilega í framferði fólksins sé reynt að rétt- læta með því, að það sé þjónusta við Venus og Bacchus og önnur heiðin goðmögn, og hvernig lifnaðurinn yfirleitt geri leikhúsin að kirkju djöfulsins. Það er ekki svo að skilja, að góðir og vitrir menn í heiðnum sið hafi ekki sumir hverjir verið búnir að koma auga á, hvað fram fór, en þá vantaði hinn heilaga eldmóð °g heitu sannfæringu, sem kirkjan átti. Til voru einnig hirkjumenn í fornöld, sem vildu leikhúsin ekki feig, heldur hugsuðu sér, að kristnir menn gengjust fyrir leiksýning- um, er tækju hinum heiðnu fram. Meðal þeirra var hinn frægi Arius, sem var bannfærður og rekinn úr kirkjunni fyrir kristsfræðikenningar sínar. Hvernig svo sem á því stóð, runnu öll áform um kristin leikhús út í sandinn. Tíminn var enn ekki fullnaður, akurinn ekki undirbúinn. Hin kristna kirkja kom leikhúsunum á kné. í þeirra stað komu farandleikararnir nú fram á sjónarsviðið, hörpuleik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.