Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 78
224
KIRKJURITIÐ
„Sameiginlegur fundur presta og safnaSarfulltrúa í Norður-
og Suður-Múlaprófastsdæmum skorar á næsta Alþingi að af-
nema lögin um leigunám úr prestssetursjörðum, þar sem hann
telur, að þau gangi freklega á rétt kirkjunnar."
4. í sambandi við fundinn flutti séra Pétur Magnússon erindi
í Vopnaf jarðarkirkju, er hann kallaði: Málið, sem mestu varðar.
5. í lok samverunnar í kirkjunni var altarisganga.
Stjóm félagsins var endurkosin, og skipa hana:
Séra Haraldur Jónasson prófastur formaður.
Séra Kristinn Hóseasson.
Séra Trausti Pétursson.
Aðalfundur Prestafélags fslands
verður að forfallalausu haldinn í Háskólanum 14. og 15. okt.,
og er dagskrá hans þessi:
Fyrri dagur:
I. Kl. 13,30: Guðsþjónusta í Háskólakapellunni. Séra Jósef
Jónsson prófastur prédikar. Séra Sigurður Lárusson þjónar
fyrir altari.
II. Kl. 14,30: Ávarp formanns. Skýrslur um störf félagsins
og fjármál. Umræður.
Kl. 16—17: Kaffihlé.
III. Kl. 17—19: Húsvitjanir. Framsögumenn prófastarnir séra
Hálfdan Helgason og séra Sveinbjöm Högnason. Umræður.
IV. kl. 20,30: Fyrirlestur, er Magnús Már Lárusson prófessor
flytur.
Síðari dagur:
I. Kl. 9,30: Morgunbænir.
II. Kl. 10—12: Húsvitjanir. Framhaldsumræður.
Kl. 12—14: Hádegisverðarhlé.
III. Kl. 14—16: Kirkjumál á Alþingi. Framsögumaður Ás-
mundur Guðmundsson.
KI. 16—17: Sameiginleg kaffidrykkja.
IV. Kl. 17—18: Ýmis önnur mál.
KI. 18—18,30: Kosning tveggja manna í stjórn og endurskoð-
enda.
Kl. 18,30: Altarisganga.
Áheit á kapellu Háskólans.
B. A. 20 kr.