Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 50
196 KIRKJURITIÐ tröppur dómkirknanna fyrirtaks leiksvið, og síðan torgið fyrir neðan. Þarna þróast smám saman leiklist, sem gat annaðhvort verið heilög þjónusta eða skemmtun fyrir fólkið, eða hvorttveggja í allsérstæðu sambandi hvað við annað. Paradís bar venjulega hæst, og þegar Guð almátt- ugur kom sjálfur við sögu, kom hann innan úr helgidóm- inum, og stundum táknaði söngur drengjakórsins innan úr kirkjunni englasöng himnanna. Það, sem gerðist á jörð- inni, var leikið á þrepunum, en einhvers staðar fyrir neðan sást gínandi gin á ægilegu skrímslishöfði, og barst þaðan hin megnasta fýla og ófögur hljóð. Þar var helvíti. Fólkið, sem horfði á leikina, fylgdist með hinni hörðu baráttu, sem máttarvöld ljóss og myrkurs háðu um mennina. Það sá píslarvottinn standast hinar hörðu raunir og hverfa inn í paradís með englum Guðs. Það sá kvalarana, sem horn- óttir púkarnir þeyttu ofan í gin skrímslisins. Það sá hvorki meira né minna en sögu heimsins, allt frá sköpuninni og til dómsdags. .Þegar á leið, fór leiktækninni undarlega mik- ið fram, og fjölbreytt tæki voru notuð, til þess að gera allt sem eðlilegast í framkvæmd. Furðulegustu hlutir áttu sér stað, án þess að áhorfendur gætu gert sér grein fyrir aðferðinni. Ekki urðu leikir þessir sneyddir gamansömum atvikum, þó að andi þeirra væri alvarlegur. Sem dæmi má nefna það, að til var leikur um Nóaflóðið, þar sem kona Nóa vill ómögulega fara inn í örkina, nema hún hafi með sér vinkonur sínar, slúðurkerlingarnar, sem hún hafði haft mest gaman af að spjalla við. Annars eru það kölski og árar hans, sem hvað eftir annað verða til athlægis, al- veg eins og í þjóðsögunum gömlu. Hann er blekktur og gabbaður og missir oft af sinni dýrustu bráð. Brátt fór svo, að leikirnir voru ekki aðeins hafðir unl hönd frammi fyrir kirkjunum, heldur og víðsvegar í bæj- um og þorpum. Á Englandi varð það alsiða, að notaðu voru leikvagnar, sem ekið var frá einum stað til annars- Þegar kom fram á siðbótartímann, hvarf umsjónin með leikunum að mestu úr höndum kirkjunnar, en iðnfélögm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.